Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 79
Tómasi, bróður Ólafs. Árið 1812 fæðist þeim hjónum, Ástríði og
Ólafi sonur, sem hlaut nafnið Ólafur, ólst hann upp með foreldr-
um sínum í Tcigi og bjó svo þar og á Heylæk með konu sinni
Þórunni Jónsdóttur, sem fædd var í Kirkjulækjarkoti árið 1807,
dóttir hjónanna þar Jóns Jónssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Þess
má geta að afkomendur þessara hjóna hafa búið í Kirkjulækjar
koti, í bcinan karllegg fram á þennan dag, og eru þeir sjöttu og
sjöundu liðir frá þessum hjónum, sem nú búa þar.
Þórunn, kona Ólafs Ólafssonar í Teigi, var alin upp í Kollabæ
í Fljótshlíð hjá móðursystur sinni, Margréti Jónsdóttur og manni
hennar, Jóni Eyjólfssyni. Sögn er til um það að hjónin í Kollabæ
Jón og Margrét, hafi gefið Þórunni uppeldisdóttur sinni jörðina
Grjótá, sem var tuttugu hundruð að fornu mati, og er sú jörð
losnaði úr ábúð, fluttu þau Ólafur og Þórunn að Grjótá, mun það
hafa vcrið árið 1845.
Á þessurn árum bjuggu á Lambalæk í Fljótshlíð hjónin Sveinn
Jónsson, sem var fæddur í Varmadal á Rangárvöllum árið 1796,
og Sigríður Jónsdóttir, f. á Lambalæk 1795, og var hún seinni
kona Sveins. Áður var Sveinn giftur Þórunni Ólafsdóttur, Arn-
björnssonar á Kvoslæk og átti með henni tvö börn, sem upp kom-
ust, en missti hana eftir fárra ára sambúð. Börn þessi voru: Jón,
sem giftist Margréti Snorradóttur frá Kirkjulækjarkoti, (hennar
fyrri maður var Magnús Jónsson frá Kirkjulækjarkoti) og Guðrún,
sem átti Gunnlaug Runólfsson bónda í Árnagerði í Fljótshlíð.
Með Sigríði seinni konu sinni átti Sveinn þessi börn: a) Jón,
átti Höllu Jónsdóttur í Hlíðarendakoti. Halla var áður gift Árna
Ólafssyni frá Múlakoti, b) Ingibjörg, átti Ólaf Ólafsson í Múia-
koti, c) Einar bóndi á Neðri-Þverá, kona hans hét Ingveldur Jóns-
dóttir, d) Þórunn, átti Ara Stefánsson í Valstrýtu, e) Sigurlaug,
f. á Lambalæk árið 1840, og kemur hún hér síðar við sögu.
Eins og fyrr segir, fluttu þau Þórunn og Ólafur að Grjótá um
1845. Þcim búnaðist þar allvel, sem vænta mátti, því bæði voru
þau hjón ráðdeildarsöm og Ólafur talinn hygginn búmaður en
nokkuð ölkær. Þau eignuðust þessi börn, sem upp komust: 1.
Jón bónda á Grjótá, síðar á Mið-Sámsstöðum, átti Þorbjörgu
Eyjólfsdóttur fyrir konu. 2. Jón yngri, bóndi á Hafurbjarnarstöð-
Goðaste'mn
77