Goðasteinn - 01.06.1976, Page 90

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 90
með alla stórgripi sína útað Þingskálum og var þar í tvær nætut. Daginn, sem það var um kyrrt, var faðir m.inn, Hannes Jónsson, sem ólst upp í Selsundi og var þá 13 ára, látinn fara ásamt vinnu- konu uppað Selsundi til að smala ám til mjaltar, og afmælti hann mikið, hvað drunurnar hefðu verið miklar í fjallinu og eldglær- ingarnar eftir því. Þessa framanskráðu frásögn hef ég eftir honum. Sigurþór Árnason í Hrólfsstaðahelli skrifaði upp í ársbyrjun 1944 eftir föður sínum, Árna Hannessyni, sem þá lá banaleguna. KIRKJUVÍSUR EYMUNDAR í DILKSNESI „Bjarnaneskirkja var flutt 1886. Hún var sett í gamlan hey- garð. Hjá heygarðinum stóð fjós, sem gömul þjóðtrú hélt fyrir draugabæli. Fjóstóttin lcnti í kirkjugarðinum. Þegar kirkjan var vígð, var byrjaður söngur, þegar höfundur kom til kirkjunnar og orti hann þá stökur þcssar. Höfundur vildi setja kirkjuna annars- staðar.“ Kirkjan nú er komin öll, klerkur drýgir söngva lið, hér skal vígja og helga völl, héðan flýi drauga Lið. Hérna dauðir hafa ró, hér skal snauður ríkum jafnt gleyma nauð í grafar þró, glys og auður varir skammt. Andleg sjón hún er svo skyggð, cndir málsins þessi varð, nú er gömul baulu bvggð breytt í nýjan kirkjugarð. 88 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.