Goðasteinn - 01.06.1976, Page 90
með alla stórgripi sína útað Þingskálum og var þar í tvær nætut.
Daginn, sem það var um kyrrt, var faðir m.inn, Hannes Jónsson,
sem ólst upp í Selsundi og var þá 13 ára, látinn fara ásamt vinnu-
konu uppað Selsundi til að smala ám til mjaltar, og afmælti hann
mikið, hvað drunurnar hefðu verið miklar í fjallinu og eldglær-
ingarnar eftir því. Þessa framanskráðu frásögn hef ég eftir honum.
Sigurþór Árnason í Hrólfsstaðahelli skrifaði upp í ársbyrjun
1944 eftir föður sínum, Árna Hannessyni, sem þá lá banaleguna.
KIRKJUVÍSUR EYMUNDAR í DILKSNESI
„Bjarnaneskirkja var flutt 1886. Hún var sett í gamlan hey-
garð. Hjá heygarðinum stóð fjós, sem gömul þjóðtrú hélt fyrir
draugabæli. Fjóstóttin lcnti í kirkjugarðinum. Þegar kirkjan var
vígð, var byrjaður söngur, þegar höfundur kom til kirkjunnar og
orti hann þá stökur þcssar. Höfundur vildi setja kirkjuna annars-
staðar.“
Kirkjan nú er komin öll,
klerkur drýgir söngva lið,
hér skal vígja og helga völl,
héðan flýi drauga Lið.
Hérna dauðir hafa ró,
hér skal snauður ríkum jafnt
gleyma nauð í grafar þró,
glys og auður varir skammt.
Andleg sjón hún er svo skyggð,
cndir málsins þessi varð,
nú er gömul baulu bvggð
breytt í nýjan kirkjugarð.
88
Goðasteinn