Goðasteinn - 01.06.1976, Side 98

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 98
og í sögu og fólkið var í sjöunda himni yfir vcl heppnaðri íslands- ferð. Meira að segja Þjóðverjinn sérlundaði sýndist nú sæmilega hrcss, þrátt fyrir ýmsan mótgang að hans dómi. Að lokinni máltíð síðasta kvöldið í ferðinni gengu allmargir úr hópnum inn á vínbar gistihússins og fengu sér glas. Það gerði þessi vinur minn líka. Ég sat þar hjá honum um stund og röbbuðum við saman um heima og geima. Að lokum sagði hann mér hvað hann borgaði fyrir drykkinn þarna. Ég er enginn auðmaður, sagði hann, og heldur enginn óhófsmaður, því að ég drakk nákvæmlega fyrir þá upphæð, sem ég fékk endurgreidda fyrir gistingu á einkaherbergi í fyrsta flokks hóteli. Hvorki meira né minna og þóttist vel að því kominn. Var hann þá hinn hressasti. Síðan skildust leiðir og flestir í þessum hópi fóru árla næsta morgun með flugvél til síns heima. En af einhverjum ástæðum, fór Þjóðverjinn með örið ekki utan mcð sömu vél og hinir, því að nokkrum dögum síðar, er ég kom til Reykjavíkur aftur, mætti ég honum, mér til mikillar undrunar, á gangi niðri við Tjörn. Við heilsuðumst sem gamlir vinir, enda hafði alltaf vcrið gott með okkur þrátt fyrir allt. Og hvernig gengur það núna, spurði ég. Nákvæmlega eins og áður, svaraði hann mæðulega: Ég skal segja þér, að á hótelinu, þar sem ég bý, er það þannig við morgunverðinn, að stúlkurnar bcra hann fyrst fram til Ameríkumanna, Englendinga, Frakka, Dana, Svía og allra hinna, en síðast koma þær til mín. Veistu af hverju það er? spurði hann næstum hvíslandi. Ég skal segja þér það. - Það er af því að ég er Þjóðverji, sagði hann lágt og með þunga. Og þetta er ekki aðeins hér, heldur hvar sem ég kem í útlöndum, bætti hann við með vonleysisrödd. Ég leit snöggvast á hann. Það var sársauki í svipnum og örið á kinninni sýndist næstum svart. Hér var auðsjáanlcga ckkert hægt að gera, því að seint verður stríðinu lokið í sál þessa manns, hugsaði ég um leið og við kvöddumst mcð virktum. 96 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.