Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 5
Sigfús M. Johnsen:
Minningar Helgu Skúladóttur
Sigfús M. Johnsen fyrrverandi bæjarfógeti í Vestmannaeyjum
afhenti mér að ævilokum til eignar og umráða ýmsa óprentaða
fróðleiksmola, sem hann hafði skrifað hjá sér og ekki unnist tími
til að hreinskrifa eða ganga frá. Þar var m. a. að finna efni, sem
Sigfús hafði skrifað upp eftir tengdamóður sinni frú Helgu Skúla-
dóttur frá Kálfafellsstað í Suðursveit um 1943. Helga var fædd
9. mars 1866 á Sigríðarstöðum í Fnjóskadal, dóttir Skúia Kristjáns-
sonar bónda þar og konu hans Elísabetar Jónsdóttur. Helga giftist
séra Pétri Jónssyni á Hálsi í Fnjóskadal. Var séra Pétur sonur Jóns
Péturssonar háyfirdómara í Reykjavík og fyrri konu hans, Jóhönnu
Soffíu Bogadóttur. Þau hjón, séra Pétur og Helga, fluttu að Kálfa-
fellsstað 1893. Var séra Pétur prestur þar til dánardægurs 1926.
Helga dó 17. júlí 1953. Minningar hennar í uppskrift Sigfúsar M.
Johnsen virðast sagðar í áföngum og eru þar sum atriði í tveimur
gerðum, þar sem hvorir bæta aðra upp. Hef ég gert tilraun til að
setja þetta í samfellda frásögn, svo sem efni leyfir og svo að ekkert,
sem máli skiptir, sé undan fellt. Á orðfæri eru gerðar sem allra
minnstar breytingar. Minningarnar ná til þess tíma, er þau hjón,
séra Pétur og Helga Skúladóttir höfðu tekið heima á Kálfafellsstað,
en hér er staðar numið á Seyðisfirði 1893. Mest gildi fyrir þjóð-
háttasögu hefur lýsingin á Sigríðarstaðaheimilinu um og eftir 1870,
og er þar eitt og annað, sem bregður birtu á rökkvað svið. Engin
tilraun hefur verið gerð til þess að bera efnið saman við aðrar
heimildir, sem völ er á, hvað varðar gleggri skil á mönnum, ártölum
og öðru, sem um er fjallað.
Þ. T.
Á Sigríðarstöðum
Skúli á Sigríðarstöðum var sonur Kristjáns Arngrímssonar,
Andréssonar, á Sigríðarstöðum og konu hans Helgu Skúladóttur
Goðasteinn
3