Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 7
Helga Skúladóttir frá Múla var í meðallagi há, vel vaxin og svar-
aði sér vel, þótti fríð, með mjög mikið dökkleitt hár. Hún gekk í
fínum peysufötum á sunnudögum og á kjól, er hún fór til altaris,
scm þá var siður, með kappa og hafði stóra handlínu, að Helgu
sonardóttur hennar minnir. Helga lifði lengi mann sinn og giftist
síðar Benedikt Indriðasyni frá Stóruvöllum, ekkjumanni. Voru bæði
öldruð, er þau giftust. Benedikt flutti þá frá eignarjörð sinni, Stóru-
völlum, en synir hans fengu Stóruvelli. Vildi annar komast að
Sigríðarstöðum en það fékkst ekki. Bjó Skúli Kristjánsson fyrst á
parti úr Sigríðarstöðum á móti móður sinni og Benedikt. Eftir Ját
Benedikts flutti Helga að Möðruvöllum til Marsilíu dóttur sinnar.
Varð Skúli þá að kaupa mikið af húsum á Möðruvöllum. Helga dó
á Möðruvöllum. Var Helga yngri þá orðin prestsfrú á Hálsi. Sá
hún mjög eftir því að geta ekki fylgt ömmu sinni til grafar sökum
mikilla gestaanna.
Elísabet móðir Helgu Skúladóttur var fædd í Leyningi í Eyja-
firði. Voru foreldrar hennar Jón Bjarnason og kona hans, Guðrún
Jóhannesdóttir. Bjarni í Leyningi var giftur Elísabetu Sveinsdóttur,
systur Guðrúnar konu séra Bóasar Sigurðssonar í Grímsey. Um
Bjarna er ort í bændavísum:
Bjarni Leynings eflir auð
á ærnu brauði,
sá hefir ætíð nóg, þó nauði,
naut og sauði.
Um Elísabetu konu hans er þessi vísa:
Leyning einn við eflir bús,
Elísabet styður.
Blessan hennar byggir hús,
blómið kvenna, dyggðafús.
Bróðir Guðrúnar Jóhannesdóttur var Bjarni faðir Rósu á Þverá
móður Steingríms Arasonar og Bjarna á Grýtubakka, er giftur var
Snjólaugu Sigfúsdóttur frá Varðgjá og Margrétar Kristjánsdóttur
frá Sigríðarstöðum, föðursystur Helgu Skúladóttur. Dóttir Rósu á
Þverá var Elín Aradóttir á Jódísarstöðum.
Guðrún dó gömul á Sigríðarstöðum. Hún gekk tii spari í karamall-
Goðasteinn
5