Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 10
kornmat, búðarvöru og ull. Þangað var farið með hangikjöt úr reyk,
læri, bóga og síður. Mjög mikið var til af því alit árið. Hleyptir
og síðan reyktir magálar voru geymdir í spjaldakistu fornri, afar
stórri, þar uppi á loftinu. Hún var með vandlega smíðuðum spjöld-
um á hliðum og loki. Peningar voru geymdir í handraðanum á kist-
unni. Kæfa var höfð í belgjum uppi á bæjardyralofti, einnig tólg.
Beint á móti stofunni var stigi. Grind var kringum stigagatið
og hleri yfir. Þá var komið í baðstofuna. Neðan undir henni var
svokallað fremra hús og innstahús, bæði afþiljuð og lítil kompa,
gluggalaus en afþiljuð inn af innstahúsi. Matur var skammtaður í
innstahúsi. Fremra hús vat lítið gestaherbergi með rúmi. Þar var
geymt kaffi, sykur og ýmislegt fleira. Torfveggur var fyrst fyrir
boðstofuhúsinu og ákaflega djúpar gluggatættur út í veggina, en
svo var því breytt og sett á þil og nýir gluggar.
Baðstofan var 18 álna löng, undir súð og þiljuð í hólf og gólf.
Henni var skipt í þrennt, var hjónahúsið fremst, fram að hlaðinu,
og lítið herbergi í ysta endanum. í hjónahúsinu var átta daga sigur-
verk í stórum kassa, hafði verið með gylltum rósum, sem farnar
voru að mást. Miðbaðstofan var stærst. Þar var húslesturinn lesinn,
þar sat fólkið, þar var verið við alia vinnu og þar voru lesnar sögur.
Þar voru öll vinnuáhöldin, vefstaður og annað, sem tóvinnu við-
kom. Vefjargrindin var sett upp í stofunni, meðan verið var að
rekja. Það var nefnt að balbína, er þráðurinn var rakinn á snældur,
sem svo var rakið af á vefjargrindina. Ofið var á tvöfaldan vef-
stað. Þær systur Elín, er fór til Ameríku, og Þóra á Espihóli ófu
glitvefnað. Voru lengi til á Sigríðarstöðum forkunnar fögur glitofin
teppi, er þær ófu.
Karlmenn ófu allt, sem ofið var, í tíð Helgu Skúladóttur. Þæft
var á baðstofuloftinu. Aldrei mun hafa verið hægt að þæfa meira
en 16 álnir í einu af vaðmáli eða vormeldúk. Það var nefnt að mál
væri að kippa voðinni, þegar hlé þurfti að gera á þófinu og taka
í voðina. Mikið var haft við manninn, sem þæfði, hann fékk mikinn
mat og sérstakan og kaffi eftir viid eins og í veislu. Voðin var oft
sett í rúm eftir þófið og legið á henni til að fá sem fallegasta áferð
á hana.
Hraðskytta var stundum notuð við vefstaðinn, er ofinn var tvist-
ur. Ofin var einskefta, vaðmál, vormeldúkur og tvistur, sem eink-
Goðasteinn