Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 18
S.igriðarstada fólki frá
frítt ég í ljódum get.
Skúla fyrstum þá hermi frá
og húsfrú Eiísabet,
Kristján, Guðrún og Helga hér
heita börn þeirra smá,
Þorsteinn og líka þar með er,
þau honum forsjá tjá,
Sveinbjörn, Jóakim, hér með Hans
heita vinnumenn húsbóndans,
Kristrún, Guðfinna, Elín eins
allar vinnukonur,
húskonan líka Helga Sveins,
hér með Guðrún dvelur,
kerlingarskarið klúr til meins
Kristveig þar fram veður.
Þorsteinn, sem um getur í þulunni, var Þorsteinsson úr Fnjóskadal.
Var leng.i vinnumaður á Möðruvöllum í Hörgárdal hjá Benedikt
Einarssyni frá Skógum. Sveinbjörn var lengi vinnumaður. Jóakim
Sigurðsson varð nokkuð gamall. Var heilsulaus á Akureyri og síðast
hjá bróður sínum Sigurgeiri á Öngulsstöðum. Faðir þeirra var skyld-
ur séra Þorsteini á Hálsi. Hans var Hallgrímsson. Guðfinna var
Helgadóttir úr Mývatnssveit. Var trúlofuð Jóakim en slitnaði upp
úr vegna heilsuleysis hans. Kristrún var móðir þeirra Jóakims og
Sigurgeirs.
Kristveig dó á föstudaginn langa. Var lesinn lesturinn við rúmið
hennar. Að honum loknum signdi hún sig, fól sig guði á vald og dó
rétt á eftir.
Einu sinni voru þær Elísabet og Kristveig að tala saman. Þá
segir Elísabet: ,,Ég ætla að biðja þig að segja mér, hvernig þér
líður, ef þú deyrð á undan mér, og ég ætla líka að biðja þig að láta
mig dreyma þig í björtu.“ Kristveig játti því. Svo liðu þrjú ár og
Elísabet var búin að gleyma samtalinu, en nú dó Kristveig. Þremur
vikum eftir að hún var jörðuð, vaknaði Elísabet kl. 6 að morgni.
Hún sagði þá við sjálfa sig „Ég ætla að sofa á sjöunda tímanum."
Þá dreymir Elísabetu Kristveigu og þykir hún vera búin að vera
16
Goðasteinn