Goðasteinn - 01.06.1978, Page 23
Sigfús M. johnsen:
Draumar
Guðrún Jónsdóttir frá Litlutungu í Bárðardal, síðast í Tjarnargötu
í Reykjavík, sagði að mann hennar Guðmund í Hlíð u. Eyjafjöllum
o. v. hefði dreymt að við hann voru kveðnar þrjár vísur en mundi
eina:
Þá skrugga dauðans skellur á,
hún skýr þau orðin segir
og hljómar skýrt svo heyra má
á harma og sorga vegi:
Þín, maður, gæta ætíð átt
og þig í tíma bú þú brátt
mót dauða og dómsins dcgi.
Draumvísa konu í Þingeyjarsýslu:
Einn þá mæða andiát fer,
öðrum fæðing hérvist lér,
eins er dauði og unnið stríð,
öðrum brauð um sína tíð.
Konu, sem Una hét, fyrir norðan, dreymdi þetta við lát séra Ein-
ars nokkurs:
Mér er nú allra meina bætt,
mitt er í guði hjarta kætt,
myrkur dauðans, sem áfram óð,
unnið er fyrir lambsins blóð.
Steinunni Oddsdóttur ömmu mína dreymdi, er hún gekk með elsta
son sinn af fyrra hjónabandi, að hún var að syngja þetta vers:
Godasteinn
21