Goðasteinn - 01.06.1978, Page 24
Óhræddur geng ég áfram þá
um vegu þyrnum stráða.
Þitt heiti ei bregst, skeiðs enda á
ég hlýt fullsælu þráða.
Þá unnin þrautin er,
þykir lítilsverð mér.
Armæðan, cr ég beið
á ævi stuttri leið,
þá eymd ég finn afmáða.
Þetta réði hún svo að hún myndi missa drenginn ungan. Það varð
og. Drengur þessi, er var frábær efnispiltur, dó 11 ára í Öræfum úr
barnaveiki, er þar gekk.
Mann deymdi að kona kom til hans. Kvaðst hún heita Guðbjörg
og vildi giftast honum eftir þrjá daga. Maðurinn þóttist ekki vilja,
viss.i þó að hann mátti til. Um þetta var ort:
Virtist þrenging vera mest
við hana lag að tryggja,
þóttist engan eiga frest
utan daga þriggja.
Maðurinn var beitarhúsasmali í Þingeyjarsýslu. Hann varð úti
innan þriggja daga.
Þegar Helga Skúladóttir frá Sigríðarstöðum var prestskona á
Hálsi, var hjá henni heima á staðnum eina viku við sauma Guðrún
Bjarnhéðinsdóttir systir Bríetar. Sagði Guðrún frá draumi, er Bríeti
hafði dreymt, er hún var heima. Henni þótti móðir þeirra, þá dáin
fyrir nokkru, birtast sér. Þóttist Bríet þá segja: ,,Úr því þú ert
nú komin, þá segðu okkur eitthvað handan yfir, og hvernig líður
Hallgrími Péturssyni?“ Þótti henni þá móðir sín segja: „Hann ljómar
nú eins og sól,“ og hvarf svo. Móðir þeirra var Kolfinna Bjarna-
dóttir. Guðrún giftist Magnúsi á Halldórsstöðum í Laxárdal.
22
Goðasteinn