Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 25
Jón Ó. E. Jónsson frá Seljavöllum:
I B]allanum heima á Seljavöllum
Bjallanum mínum ég bera vil hróður,
hann blessaði líf mitt og andlegan gróður,
þar hljóp ég svo glaður um steina og stokka
og streymandi lækina sá ég þar brokka
niður um brekkur í bunum og sprænum,
á blágrýtisflötum þeir urðu ad lænum,
en baðaður sólskini bærinn var allur,
brunnurinn, fjósið, skemman og hjallur.
Á stéttinni hundurinn háleitur sat
og horfði á það, sem með augunum gat.
Fífil og sóleyju sá ég í túni,
saklaus á hlaði stóð hesturinn brúni.
Lipur og þýður var fákurinn fundinn,
fastur í taumnum við hestastein bundinn,
og kýrnar í haganum lágu í lautum,
lausar úr fjósi og vetrarins þrautum,
en lóur í hópum við lænurnar sátu
og löguðu fjaðrirnar eins og þær gátu,
svo flugu þær léttar um ljósvakans haf,
í lindinni þeirri, sem almættið gaf.
Minningar þessar er gaman að geyma,
gullfagrar myndir af lífinu heima,
þá var ég ungur og óreyndur snáði,
orustur margar í Bjallanum háði,
þreyttur á kvöldin ég þrammaði í bæinn,
þar var hún mamma svo ástrík og lagin.
Hún þvoði mig allan og þurrkaði í framan
og það var nú hreint ekki freistandi gaman,
í rúmið hún lagði mig broshýr og blíð,
það birtist mér alitaf frá liðinni tíð.
Ort 1. júní 1976.
Goðasteinn
23