Goðasteinn - 01.06.1978, Page 28
ungur trésmíðanem.i, Guðjón Þorsteinsson, síðar smiður búandi á
Hellu. Einar var árrisull mjög. Einu sinni á meðan á lagfæringu
kirkjunnar stóð, kom hann heiman frá sér eldsnemma, þegar fólkið
á Keldum var að byrja að klæða sig. Kom hann þá með sjóðandi
vatnsketilinn upp á baðstofupallinn. Var hann báinn að taka upp
eldinn og hita á katlinum, en eldurinn var falinn í hlóðunum á hverju
kvöldi. Var svo fljótlega hellt upp á könnuna, en það var vanalega
ger; á kaffiborðinu uppi á baðstofuloftí.
Fjósið stóð skjálftann af sér nema 3—4 steinar hrundu úr norður-
vegg vestan megin í fjósinu undir Gránu, innstu kúna. í fjósinu voru
4 básar hvoru megin.
Eins og áður segir, var ég að koma með 2 iitla ábætra út úr
hlöðudyrunum. Ég tók þá af grjótpallinum innan við hlöðudyrnar.
Þegar komið var í hlöðuna litlu síðar, sást að hlöðuveggurinn hafði
hrunið yfir pallinn og var fullt af grjóti þar sem meisarnir höfðu
staðið. Ef ég hefði verið cinni mínútu seinni með meisana, hefði
ég Jíklega lcnt undir grjótinu.
Á þessum árum var ekki kominn sími á nokkurn bæ á Rangár-
völlum, svo að enginn vissi hversu mikill skaði hefði orðið á bæjum
í sveitinni eða í Landsveit. Helst datt fólkinu í hug að þessi ósköp
stcfuðu frá umbrotum nálægt Heklu. Ég man eftir þetta kvöld, 6.
maí, þegar pabbi, Eiríkur og Siggi gengu niður túnið með skóflurnar
í höndum og ætluðu fram að Stokkalæk til að vita, hvort þar hefði
orðið skaði og þyrfti kannske eitthvað að hjálpa til. Meira vissum
við svo ekki þetta kvöld.
Daginn eftir fór Halla upp að Dagvcrðarnesi og Koti til að
frétta ofan af bæjum. 1 Dagverðarnesi bjuggu þá Halldór Þorleifs-
son og Þuríður Sigurðardóttir. Hún er nú (júní 1978) á elliheimili
á Hellu, fjörgömul.
Bærinn í Dagverðarnesi hafði kolfallið og þá fór jörðin í eyði,
en hjónin þar fóru síðar að búa á V-Gaddstöðum og bjuggu þar
lengi.
Halla hélt svo áfram lcngra og upp að Koti. Þar hafði eitthvað
fallið af bænum, eins urðu skemmdir í Selsundi, Svínhaga og Hauka-
dal. Slys höfðu hvergi orðið teljandi á mönnum nema í Næfurholti.
Þar brotnaði baðstofan niður og sperra féll niður á rúm og lærbraut
konu og rotaði barn til bana, scm lá í rúminu hjá henni. Þekjan
26
Goðasteinn