Goðasteinn - 01.06.1978, Page 30
árvöllum og víðar um Suðurland og það var þá sem húsið á Reyni-
felli skekktist og hljóp af grunninum, en þegar kippurinn kom 1912,
kipttist húsið til og komst aftur á réttan kjöl.
Þetta sagði mér Þóra Jónasdóttir, sem mundi vel eftir jarðskjálft-
anum 1912. Hún var þá unglingur heima hjá foreldrum sínum á
Reynifelli á Rangárvöllum. Þóra sagð.i mér einnig, að jarðskjálfta-
kvöldið 6. maí hefði Sigríður prestsfrú í Odda verið gestkomandi
á Reynifelli ásamt Þórhildi dóttur sinn.i. Voru þær að drekki kaffi
þegar kippurinn kom. Allt glertau, sem á borðinu var, sópaðist
niður á gólf og mölbrotnaði, nema bollarnir sem þær héldu á. Þær
fæðgur héldu í skyndi heim að Odda. Þær óttuðust að þar hefði
máske orðið slys, en ekki minnist ég þess að hafa heyrt þess getið.
Við á Keldum vorum vel sett að hafa kirkjuna til að flýja í, en
margir urðu að liggja í tjöldum, þar sem bæir féllu og víðar.
Eftir hálfan mánuð var svo flutt inn í bæinn aftur og ekk.i fund-
ust fleiri kippir þetta ár og mátti fólkið á þessum bæ þakka for-
sjóninni fyrir að ekkert slys varð á fólki eða skepnum.
Árið 1913 urðu eldsumbrot nálægt Heklu og varð þá vart nokk-
urra jarðskjálftakippa, sem ekki höfðu eins mikil áhrif, en það er
önnur saga . . .
Það sem hér hefur verið skráð er að mestu leyti byggt á minn-
ingabrotum sjö ára barns. Sjálfsagt eru nokkrir sem muna þessa
atburði vel og vœri fróðlegt og gaman að einhverjir tækju sig til
og skrifuðu um þá frá sínum bæjardyrum.
Skrifað í júní 1978.
28
Goðasteinn