Goðasteinn - 01.06.1978, Page 31
Það var haustið 1912, citthvað 4. til 6. október, að Vestur-Land-
eyjamenn hófu fcrð til Reykjavíkur með sláturfé sitt, scm var um
400 talsins. Það var flutt yfir Þverá á bátum í Fróðholtshjáleigu.
Varð komist með reksturinn að Ægissíðu þá um kvöldið, sem var
víst því að þakka að þá um sumarið höfðu verið byggðar brýr á
Varmadalslæk og Ytri-Rangá. Þegar rekstrarmennirnir voru búnir
að koma fénu í girðingu, fóru þeir heim að Ægissíðu að fá sér kaffi-
sopa og panta sér gistingu yfir nóttina. Þar var þá staddur maður
að nafni Filippus Vilhjálmsson, ættaður frá Stóra-Hof.i á Rangár-
völlum, en þá farinn að búa í Vestra-Fróðholti. Bústýra hans hét
Sigríður, roskin kona, sem verið hafði alla sína tíð vinnukona á
stórbýlum í Hvolhreppnum. Áfram var hann þó kallaður Pusi á
Hofi og það gerði hann sjálfur ef hann ncfndi sitt eigið nafn.
Einhvern tíma var Pusi á ferð í Evjahverfinu um túnaslátt. Þá
var mikill norðanstormur og harðslægt. Einhverjir höfðu orð á því
að naumast væri hægt að slá tún í því veðurfari. Þá sagði Pusi:
„Það er alltaf hægt að slá, það er ekki annað en láta bíta og alltaf
bítur hjá Pusa á Hofi. Það er sagt að þeim bíti vel, sem séu lygnir,
en ég hef aldrei logið nema mér til friðar við hana mömmu.“
I annan tíma var Pusi á ferðalagi og kom að rjómabúi, sem var
Goðasteinn
29