Goðasteinn - 01.06.1978, Side 32

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 32
á leið hans um kveldtíma. Kvaddi hann þá dyra og segir: „Getið þið lofað mér og annarri stúlku til að vera í nótt?“ Stúlkurnar sögðust ekki geta það, því þær hefðu engin gestarúm. Þá segir Pusi: „Mitt tilboð stendur ekki lengi, það þekkja margir Pusa á Hofi og lofa honum að vera og verið þið sæl (sælar).“ Filippus var söðlasmiður að iðn og stundaði það handverk mikið frá því hann fór frá Hofi og þar til hann fór að búa í Fróð- holti. Á æskuskeiði var hann mikill fjörmaður og afburða glímu- maður, og það svo að fram á elliár mátti, segja að hann tækist á loft, cf hann horfði á glímu, svo var áhuginn mikill. Talið var að Pusi á Hofi væri vínhncigður og oftast var hann hýr af víni, þegar hann var á ferðalagi, en allsstaðar var honum vel tckið fyrir því, því alltaf var hann hávaðalaus og rólegur. En komið gat fyrir að honum yrði skrafdrjúgt ef farið var að mótmæla skoðunum hans á þeim málefnum, sem hann var búinn að álykta með sjálfum sér að væru rétt. Þannig mun hafa farið kvöldið, scm Landeyingar komu að Ægissíðu. Fór Pusi í dimmu að lcita að hest- inum sínum, sem hann hafði sleppt á túnið með hnakk og beisli. Nú, þegar Pusi var horfinn svona skyndilega, fór heimilisfólkið á Ægissíðu að tala um þetta hvarf hans og kunni því illa. Sagði þá einhver: „Við hvern var hann Pusi að þræta í kvöld?“ Kvenmaður svaraði: „Það var brúar djöfull.“ Síðan hef ég haldið að sú hin sama hafi ekki verið mjög hrifin af þeim brúarsmiðum frá brúar- gerðinni á Ytri-Rangá. Það fór svo að Pusi kom ekki meir um kvöldið og kunnu því allir illa, þó svo yrði að vera. Morguninn cftir, þcgar við rekstrar- mennirnir vorum að klæða okkur, kom Pusi inn til okkar, vansvefta og óhollur í kroppnum. Við spurðum, hvað ylli vanlíðan hans. Hann svaraði: „Það hefðu líklega fleiri en ég sofið illa við að sjá djöful- inn uppi yfir sér alla nóttina.“ Við urðum bæði hræddir og hissa, mundum ekki eftir að hafa heyrt þess getið að kölski hefði verið svo nærgöngull við menn síðan á dögum Sæmundar fróða, enda scgir líka ein sagan að Sæmundur hafi komið honum fyrir í kirkju- garðinum í Odda. Við spurðum Pusa, hvort þetta hefði ekki ráðist á hann og þjarm- að að honum. ,,Nei,“ sagði hann, ,,ég las allt gott, sem ég kunni, og missakaði því ekki neitt.“ „Hvernig leit þetta út?“ sögðum við. 30 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.