Goðasteinn - 01.06.1978, Page 35

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 35
í gerdabók Umf. ,,Framtíðin“ í Öræfum er þess getið 4. júní 1911, að til umræðu hafi m.a. verið að reyna að flytja fýl frá Ingólfshcfða í hamrana heima við bæ.i. Var talað um að reynt yrði að afla upplýsinga um hvernig þetta skyldi framkvæmt. Þarna kemur því fram að menn höfðu hugmynd um að þessar upplýsingar væri einhversstaðar að fá. Ekki varð þó af því að tilrunin væri gerð með flutninginn, en upplýsinganna var aflað og svo vel vill til að þær hafa varðveist. Á þessum árum versluðu sumir Öræfingar í Vík og voru því vel kunnugir þar. Karl Magnússon (f. í Skaftafelli 1885) mun hafa átt leið til Víkur skömmu eftir þennan fund, en hann skrifaði Sig- urði Arasyni á Fagurhólsmýri bréf 14. júlí sama ár, og er það efnislega á þessa leið: ,,Ég gjörði aðeins afsökun með það sem þú baðst mig um, með það hvernig best væri að flytja fýl: Það á að taka hann 6-7 vikur af sumri, þegar hann er fyrir skömmu orpinn eða um það bil viku, þá skal taka báða fuglana og eggið. I flutningi á að fara með þá eins og hænsni. Það á að byrgja þá í tvo til þrjá daga og hleypa síðan karlfuglinum út, og ef hann kemur þegar hann er búinn að afla sér fæðu og fer að flökta kring um þetta tilbúna hreiður, skal kvenfuglinum sleppt sem fyrst. Til að byrgja fuglana á hreiðrinu er best að hafa trollnet, cn rúmið fyrir hvert par þarf að vera tvær álnir á hvern veg. Til fæðu er best að hafa handa þeim síli, en einnig skyr og brauð, vatn verður að vera hjá þeim. Vel kvað mega flytja þá eins og hálfs tíma lestagang frá sjó, og er best að þeir geti flogið leiðina yfir rennandi vatni. Reynandi kvað vera að taka ein sjö pör, því þá er meiri von um árangur, en áríðandi er að réttir fuglar, þ. e. par, sé tekið og ef meira en eitt par er tekið, að rugla þeim ekki saman og er því vissara að merkja fuglana svo að þeir fari ekki í vigl. Hreiðurstæðin er best að velja í þverhníptum kletti með smá holum eða beltum, sem best er að séu grasi gróin. Milli hreiðra þurfa að vera tvær álnir. Ef fuglinn er fluttur á grassillu á að stinga þríhyrndan kökk frá berginu og leggja til þeirra hliðar parinu er veit að sjó. Ekki má sleppa nema 1-3 karlfuglum út í fyrstu, og ekki þarf að búast við að þeir komi aftur ef enginn kemur innan Goðasteinn 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.