Goðasteinn - 01.06.1978, Side 46

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 46
kerrum, sem dráttardýrum var beitt fyrir, í meira en fimmtán aldir cftir þetta. Næstu tilraun til að smíða vagn, sem hreyfst gæti af sjálfum sér, gerði þýskur úrsmiður í Núrnberg, Jean Hautzch að nafni. Árið 1649 tókst honum að búa til mjög merkilegan farkost, einskonar bifreið, sem í líkingu við klukku gekk fyrir fjöður, er alltaf öðru hverju þurfti að vinda upp. Bifreið þessa hugvitssama úrsmiðs náði samt aldrei miklum hraða og komst aðeins rúmlega einn og hálfan kílómetra á klukkustund. Ekki öðlaðist hún heldur neina viður- kenningu eða útbre.iðslu og gleymdist brátt. En löngun manna til að eignast vagn, sem ferðast gæti af sjálfu sér, lifði áfram, og sífellt voru einhverjir hugvitsmenn að glíma við þetta vandamál. Einn í þeirra hópi var enski eðlisfræðingurinn Isak Newton, sá er alltaf verður talinn meðal mestu hugsuða mann- kynsins og sannaði meðal annars þyngdarlögmálið 1687. Newton taldi að hægt mundi að virkja gufuorku til að knýja með farartæki og gerði einhverjar tilraunir í þessu skyni. En hugmynd sína full- gerði hann þó aldrei, hvernig sem á því stóð, svo að ekkert yarð úr þessu hjá honum. En um sama leyti og þó einkum, þegar kom fram á 18. öldina, voru margir aðrir hugvitsmenn að gera tilraunir á sama sviði. Upp úr þessu fundu menn svo upp gufuvélina og má raunar segja að alla 18. öldina væri hún í smíðum og stöðugri framþróun. Þó verður James Watt alltaf talinn hinn eiginlegi upp- finningamaður hennar, og gufuvél sú, sem hann keypti á einka- leyf.i árið 1769, hin rau.nverulega fyrirmynd allra slíkra véla upp frá því. En jafnframt því sem gufuvélin þróaðist, unnu snjallir menn að því, að finna aðferðir til að hagnýta hana sem aflvél í farar- tælcjum. Það leið heldur ekki á löngu, þar til þetta tókst, því að þegar árið 1770 heppnaðist frönskum verkfræðingi, Joseph Cugnot, að smíða fyrsta vagninn, er gekk fyr.ir gufuvél, og má ef til vill segja að þar með væri fyrsta bifreiðin komin í gang. Þetta sama ár kom og bandarískur uppfinningamaður, Oliver Evans, fram með stórkostlega hugmynd um sjálfhreyfanlegan vagn, sem átti að geta ferðast jöfnum höndum á láði og legi. Ekki komst þó þetta undra- tæki hans yfir tilraunastigið, svo að ekkert varð úr útbreiðslu þess. En upp frá þessum byrjunartilraunum komst verulegur skriður á smíði gufuknúinna vagna, og einn elsta gufubílinn, sem komst í 44 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.