Goðasteinn - 01.06.1978, Page 51
bíllinn ágætlega. Hina bifreiðina fluttu þrír Vestur-lslendingar til
Reykjavíkur. Það voru þeir Jón Sigmundsson, Sveinn Oddsson og
sr. Jakob Ó. Lárusson, síðar prestur í Holti. En bifreið þá, sem var
Fordbíll af T-gerð eða gamli Ford, höfðu þeir ásamt Páli Bjarna-
syni keypt fyrir vestan haf. Var hún notuð hér mikið og reyndist
vel. Þetta sama ár var stofnað í Reykjavík félag um bifreiðarekstur
sem lýsti yfir í byrjun að það hygðist kaupa tvær átta sæta bifreiðir,
er ættu að flytja fólk milli Þingvalla og Reykjavíkur á sumrin og
svo til annarra staða eftir því sem vegir leyfðu.
Á heimsstyrjaldarárunum fyrri, 1914-18, fluttist síðan nokkuð
af bifreiðum til landsins og aukinn skriður komst á innflutning og
notkun þeirra eftir stríðið. Síðan hefur bifreiðum sífellt verið að
fjölga og aldrei meira en á síðustu árum, jafnframt því sem vega-
kerfi landsins hefur verið aukið og bætt.
Islenskir bifreiðastjórar hafa verið áræðnir og duglegir við að
brjóta sér leiðir um veglausar víðáttur í byggðum sem óbyggðum.
Má raunar segja að þeir hafi í upphafi markað slóðir með farar-
tækjum sínum, þar sem vegir voru síðar ruddir. Þe.ir voru sannar-
lcga menn, sem á morgni bílaaldar víluðu ekki fyrir sér neina smá-
muni.
Goðasteinn
49