Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 53

Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 53
sneru furðuverur þessar sér að Banquo og töluðu til hans í hálf- gerðum gátum og sögðu að hann myndi verða minni en Marbeth cn þó meiri, ekki eins hamingjuríkur, en þó miklu hamingjuríkari. Einnig spáðu þær því fyrir honum, að þótt hann ríkti aldrei sjálfur sem konungur, þá mundu afkomendur hans verða konungar í Skot- landi. Að svo mæltu leystust verur þessar upp, urðu að lofti og hurfu. Af því gátu þeir herforingjarnir ráðið að þær hefðu verið einhvers konar dísir eða nornir. En meðan þeir stóðu þarna sem þrumu lostnir yfir þessari furðu- legu sýn eða uppákomu, þá komu til þeirra sérstakir sendimenn frá konungi með umboð frá honum t.il að sæma Macbeth virðingarheiti og embætti sem þan af Cawdor. Og með því að sá atburður féll svo merkilega saman við spásögn nornanna, þá varð Macbeth svo undr- andi að hann stóð sem ráðvilltur og kom ekki upp einu einasta orði til að þakka sendimönnunum. A því andartaki risu svimandi vonir í brjósti hans um að spásögn þriðju nornarinnar gæti á sama hátt orðið að veruleika og að svo kynni að fara að hann ætti eftir að ríkja sem konungur í Skotlandi. Macbeth sneri sér þá að Banquo og mælti: ,,Þú munt vona að afkomendur þínir verði konungar, þar sem það, sem nornirnar spáðu mér, hefur komið svo undursamlega fram?“ ,,Sú von,“ svaraði Banquo, ,,gæti espað þig upp til að sækjast eftir hásætinu. En þessir sendiboðar myrkravaldanna segja okkur stundum satt um það smáa tii þess að leiða okkur afvega og koma okkur til að fremja hin ægilegustu ódæðisverk.“ En hinar djöfullegu forspár nornanna höfðu þá þegar skotið of djúpum rótum í hugarfylgsnum Macbeths til þess að hann tæki mark á aðvörunarorðum hins góða Banquos. Frá þessari stundu beindust allar hugrenningar hans að því einu, hvernig hann gæti komist yfir konungdóm í Skotlandi. Macbeth átti konu, sem hann skýrði frá hinum furðulegu for- spám galdranornanna, og einnig því, hvernig þessar spár hefðu að nokkru leyti komið fram. Og þar sem þessi kona var bæði illa innrætt og metnaðarsjúk, þá skeytti hún því engu, hvaða ráðum yrði beitt, ef aðeins mætti auka á veldi og vegsemd þeirra hjóna. Hún hamaðist því við að espa mann sinn og eyða tregðu hans, því að lengi vel hrökk hann undan hugrenningum um blóðsúthellingar. En hún lét ekki af því að telja honum trú um, að morð á lconung- Goðasteinn 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.