Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 54

Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 54
inum væri skilyrðislaus forsenda þess að hin lokkandi spásögn mætti ná fram að ganga. Svo bar það til um þessar mundir að konungur, sem oft af höfð- inglegu lítillæti sínu heimsótti helstu aðalsmenn landsins til að votta þeim vináttu sína, kom til kastala Macbethhjónanna ásamt sonum sínum, þeim Malcolm og Donalbain, og fjölmennu fylgdarliði aðals- og aðstoðarmanna, til þess að heiðra Macbeth sérstaklega fyrir vasklega framgöngu og fræga sigra í mörgum orrustum. Kastali Macbethhjónanna stóð á mjög fögrum stað og loftið þar var talið einstaklega gott og heilsusamlegt, sem ráða mátti af því, að svölurnar höfðu byggt sér hreiður þar undir öllum framskotnum múrbrúnum og utan í varðturnum, hvar sem þær gátu komið sér fyrir. En þar sem þessir fuglar halda sig og gera hreiður sín, hafa menn tekið eftir því að loftið sé sérstaklega hollt og viðfelldið. Konungur gekk inn í kastalann og var mjög ánægður með staðinn og ekki lét hann minna yfir góðu atlæti og fagurri framkomu hús- móðurinnar, frú Macbeth, sem hafði einstakt lag á því, að breiða yfir sviksamlegar fyrirætlanir með brosi og blíðu. Leit hún því út sem saklaust blóm, þótt hún væri sem eitraður snákur undir niðri. En þar sem konungur var þreyttur eftir langa ferð, gekk hann snemma til hvílu í viðhafnarstofu kastalans, og svo scm venja var, þá sváfu herbergisþjónar hans tveir við hliðina á rúmi hans. Hann hafði verið óvenjulega glaður yfir góðum móttökum og gefið helstu foringjum sínum gjafir, áður en hann gekk til náða. Einnig hafði hann sent frú Macbeth fagran demant ásamt kveðju sinni, þar sem hann útnefndi hana bcstu húsmóðurina í landinu. Svo leið að miðnætti, þegar náttúran um hálfan heiminn er sem dauð og ljótir draumar þjaka sálir sofandi manna, en engir nema úlfar og morðingjar eru á ferli. Þetta var tíminn, sem frú Macbeth hafði valið til að hrinda samsærinu um konungsmorðið í framkvæmd. Hún hefði ekki tekið að sér þetta ódæðiseverk, sem var svo fjar- lægt kveneðli hennar, nema vegna þess að hún örvænti um karl- mennsku eiginmanns síns og taldi að í sál hans væri of mikið af mannelskunnar mjólk til þess að hann gæti framið morð að yfir- lögðu ráði. Hún vissi vel að hann var metorðagjarn, en jafnframt gerði hún sér grein fyrir því að hann var ekki samviskulaus og þóttist sjá að hann væri ekki enn tilbúinn til að taka á sig þá stór- 52 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.