Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 68
Létti hann ferðinni hjá Eyjólfi hómópata Runólfssyni á Reynivöll-
um. Eyjólfur kom drengnum fyrir á Hala. Skipti Anna húsfreyja
um umbúðir á honum og fórst vel að hugsa um hann en Eyjólfur
hefur meðölin. Kristinn verður alheill heilsu og fer vinnumaður
til Eyjólfs hreppstjóra og síðan til Ameríku. Féll hann í fyrri heims-
styrjöldinni við góðan orðstír. Þannig endaði sagan hans.
Ingunn Þorsteinsdóttir frá Hestgerði, móðir Kristins, eignaðist
son með Einari Gíslas)'ni. Þá var hún vinnukona hjá Páli Benedikts-
syni á Smyrlabjörgum. Ingunni leið vel þar. Var hennar alltaf
minnst með virðingu á Smyrlabjörgum. Næst fór Ingunn að Hest-
gerði til móður sinnar og Þorlaug ól upp Helga son hennar. Hann
varð bóndi á Melrakkanesi og mikill framámaður í Suður-Múla-
sýslu.
Öll bcrn Þorsteins í Hestgerði og Þorlaugar voru gott og myndar-
legt fólk. Má þar nefna Bjarna bónda í Hraunkoti. Hann var mesta
mannval. Þegar hann var að finna móður sína í Hestgerði, færði
hann okkur systkinunu.m hagfdabrauð og fíkjur.
Margir eru orðnir niðjar Ingibjargar Jónsdóttur, sem tók litla
barnið upp af bæjarhellunni og margir eru niðjar Einars Sigurðs-
sonar, sem tók litla barnið og lagði það á brjóst konu sinnar og
ól það upp, þar til það gekk sín fyrstu spor. Hafa þeir byggt upp
landið og orðið þjóð sinni til blessunar. Tek ég undir með séra
Jóni Steingrímssyni: „Svona leikur guð við sín börn.“
Nú spyr ég: Hvers vegna fór Þórlaug frændkona mín ekki sjálf
með litla barnið og ráðstafaði því í stað þess að fá til þess óþroskaða
unglinga, sem ekkert gátu sagt eða gert nema að hlýða? Guðrún
Bergsdóttir sagði mér síðar að hún hefði iðrast þess alla ævi að
hún hefði látið til leiðast að fara með litla barnið. Þeir, sem hafa
skrifað um þetta mál, hafa lagt það til betri vegar gagnvart Þór-
laugu en allt til verri vegar gagnvart Guðrúnu Hallsdóttur. Frá
mínu sjónarmiði fannst mér Þorlaugu frænltu minni ekki farast
betu.r en Guðrúnu, en hún hefur ekki ráðið við tilfinningar sínar,
fundist þetta svo mikil niðurlæging fyrir dóttur sína. Pálmi var ekki
heima, þegar að dyrum var komið á Smyrlabjörgum, en kom bráð-
lega og grét óhöpp sín. Hann var í Suðursveit á efri árum sínum
og kom þá oft til mín að Uppsölum, glaður í huga.
Guðrúnu Hallsdóttur vantaði einn mánuð í 100 ár, þegar hún
66
Goðasteinn