Goðasteinn - 01.06.1978, Page 74
Sveinti Bjarnason frá Fagurhólsmýri:
Veiðiferð í Ingólfshöfða
Fyrst, þegar ég man eftir, sagði mér gamall maður, Jón Þorláksson,
um sigmennsku í Ingólfshöfða. Þar var hvert sigið við annað og
það var fjöldi fólks, sem var þarna og hafði, ég vil segja, mikla
björg í bú. Til þess að veiða fuglinn höfðu þeir það, sem þeir kölluðu
snöruprik, svona sex álna langt. Þeir höfðu arnarfjöður, skáru rauf
í hana og snörunni smeygðu þeir um hálsinn á fuglinum, þar sem
hann sat á sillunum í björgunum. Þetta var sein veiði. Jón heitinn
hafði festarhlut og mannshlut og einn mann frá sér undir festi og
hann sagði sér hefði þótt gott ef hann hefði haft 100 fugla eftir
vikuna. Fjórða partinn varð að láta til prestsins, en ekkert skal ég
segja um, hvernig sá partur var borgaður.
Ég man eftir fyrst, þegar ég fór að fara strákur í Höfðann, þá
sá maður hvurt sigið við annað. Háfar komu ekki fyrr en 1870 og
þeir komu frá Vestmannaeyjum en frá Færeyjum hafa þeir komið
til Vestmannaeyja. Ég sagði einu sinni við Jón um snöruveiði hans:
„Þetta hefði mér þótt lítil veiði.“ „Já,“ svaraði hann, ,,en gættu
að því, þetta var góður fugl, þetta var svartfugl, langvíi, stuttvíi
og hringvíi.“ Þeir voru kallaðir þetta, voru tvö pund, en lundinn
ekki nema eitt pund. Á þessum tíma var miklu meiri fugl í Höfð-
anum, því hann fældist ekkert snöruprikið, en þegar háfarnir komu,
mátti segja að það gat hvur klaufi veitt, en var það ósköp misjafnt,
hvað menn voru flínkir að veiða. Þetta fór svo minnkandi ár frá
ári og var ekki nema svipur hjá sjón síðast miðað við það, sem var,
þegar ég byrjaði að veiða.
Sigin hétu vissum nöfnum. Ég man eftir Holusigi, Stóradalssigi,
sigi í Kóra og Kiettinn. Svo voru nefnd Trévíkurloft og þar var
hvurt sigið við annað. Austan í Mosakambi voru sig og svo voru
sig í Grjóthöfða, en þar mátti segja að helmingurinn var ekkert
annað en grjót. Ekki voru fluttar bænir við sigin í mínu minni,
72
Goðasteinn