Goðasteinn - 01.06.1978, Page 76

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 76
við því, fer til föður síns, kemur svo og segir: „Ja, hann pabbi tímir nú ekki að missa mig frá slættinum." Ég fer samt, hugsa ég með mér að það sé drengur á Nesinu, sem oft fór með okkur í Höfðann, hét Steindór Sveinsson, sonur Sveins Árnasonar. Hann var fæddur og uppalinn í Öræfunum, og er löng saga að segja frá því. Ég fer svo af stað og það er aðeins gola, en þegar ég er kominn út á miðja leið, þá blælygnir og slær yfir þoku. Ég nam staðar svo- litia stu.nd og hugsa með mér: Jæja, ég er kominn þetta langt og held áfram. Enn var sama lognið, þegar ég kom suður í Höfðann. Þar spretti ég af hrossinu og fer að hita mér kaffi. Labba svo fram á brún og þá er orðið áliðið dags, komið undir kvöld, en þess.i fjöldi af lunda flýgur í Trévík, í urðinni. Ég fer þá og sæki mér kaðal upp í bói og fer á handvað niður Kambinn. Stundum var farið austar, niður úr Skollatorfu. Það voru nefndar Bringur þarna og Bringufetta neðst. Tveir handvaðir voru niður Kambinn og niður í Kvosina sem kölluð er. Svo var voða tæp rák, sumsstaðar svo sem fet á breidd, mikið að aldrei skyldi neinn hrökkva þar fram af, síðan klettur um tvær mannhæðir og þar voru höld engu líkari en þau væru gerð af mönnum. Ég fer svo vestur í urðina og gríp þar eina tíu, tuttugu fugla en hætti því, þar sem ég sá að fuglinn fékk uppstrevmi og flaug svo ört upp. Ég færði mig þá vestar, stóð þar uppi á steini og veiddi þar um 80 fugla. Þar flaug fuglinn alltaf jafnt og þétt svona í hring. Þegar þetta er búið, er klukkan farin að ganga 11 og farið að skyggja. Þá hefðu nú sumir farið að verða dálítið smeykir að vera þarna einir og það þó það hefðu verið dug- legir menn, því þeir sem voru hjátrúaðir á gamlar sögur, töldu að þarna ætti að vera reimt. Ég tók nú fuglinn saman og hélt áleiðis upp, en ekki treysti ég mér til að bera hann í einu lagi. Kom ég veiðinni í tvennu lagi upp á rákina, svo upp í Kvos og upp á Kamb. Þar skiidi ég allt eftir og fór upp á handvaðnum. Ég hélt síðan að kofanum, sem þætti heldur hreysi nú á dögum, með grjótveggjum og helluþaki, en hann hélt eins og pottur. Það var dimmt þarna inni. Ég hafði ekki lund í mét til þess að hita kaffi, gekk frá mér, bað guð að geyma mig og sofnaði undir eins. Vakna svo klukkan fjögur og þá var farið að birta. Ég sá að töðustráin utan á kofakömpunum þeystust og þá var kominn alveg mátulega hár austanvindur. Þá var ég fljótur að 74 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.