Goðasteinn - 01.06.1978, Page 82
Valdimar ]ónsson frá Hemru:
Til vinar míns Páls Þorgilssonar
Með þökk og virðingu fyrir gjafir og greiða.
Ef ég hróðrar ætti gull,
orðasnilli á vörum mér,
skyldi ég Braga byrla full,
best sem hæfa mætti þér.
Hörpu minnar stilli ég streng,
stíga mættu tónar hátt,
þegar hylli ég heiðursdreng,
háa sál og traustan mátt.
Eins og kappar örvum stáls
áður beittu á landi hér,
fyndniorð og frækni máls
fara þrátt af vörum þér.
Öld þótt leiki líf vort grátt,
lævi blandið hismið er,
aldrei þrýtur andans mátt
öðlingshug, sem býr í þér.
Innstu leyna opnast tjöld,
óðs er harpa ómar slyng,
sæla þá og syndagjöld
saman eiga vonarþing.
Skemmtu þér við ljóð og lag,
listarinnar vopnagný,
þann er allan bætir brag,
biru slær um rofin ský.
80
Goðasteinn