Goðasteinn - 01.06.1978, Side 84
Sr. Þorsteinn L. Jónsson:
LjÓð
FORFAÐIRINN
Hann var af þjóðarstofni sterkum,
striti hertur - eigin verkum,
hugdjarfur og höfðinglegur,
hvergi, er reyndi á, verkatregur.
Barðist oft við eld og ísa
og áföliin sem af þeim rísa,
er farsóttanna fyrir sigðum
féllu menn í heilum byggðum.
Við bjargarskort og bresti þunga
bjó hann lengst, en orð og tunga
urðu stundum beisk í bragði
af bitrunni, sem hann í þau lagði.
Og er hann hitti gikki og gauðir,
sem grátt þá léku, er voru snauðir,
vógu orð hans víst og sannast,
þótt vildu fæstir við það kannast.
Forfeðurnir, afi og amma,
í ættir fram, þau lifðu án vamma,
höfðu að vísu hnökra á þræði
en hlýtt og satt var tal og æði.
Þótt ekki væri efnt til sjóða,
áttu þau samt sparigróða,
anda þann, sem eldinn glæðir
og afkomendur kostum gæðir
manndómsgulli, mætti og hreysti,
mannviti, sem helsið leysti.
82
Goðasteinn