Goðasteinn - 01.06.1978, Page 86
Karl Sigurðsson:
öræfaganga
mi
Vorið 1940 vorum við Runólfur Björnsson í Holti staddir í Reykja-
vík. Barst þá í tal að gaman væri að ganga þvert yfir hálendið,
sunnan úr Skaftafellssýslu norður í Bárðardal, svipaða leið og
Gnúpa-Bárður fór forðum tíð. Kom þá í ljós, að við höfðum báðir
verið að velta þessari hugmynd fyrir okkur. Ákváðum við þegar
að gera alvarlega athugun á möguleikum slíkrar ferðar. Fór svo
hvor til síns he.ima, ég til Suðurnesja, en Runólfur austur að Holti.
Hófust nú bréfaskriftir okkar í milli um væntanlegt ferðalag og
nauðsynlegan útbúnað, sem takmarka varð þó við fjárráð okkar og
þyngd farangurs. Á kort Runólfs var mörkuð sú leið sem auð-
veldust virtist, einkum með tilliti til vatna þeirra, sem fara varð
yfir, en þau voru Skaftá, Tungná og Kaldakvísl. Reiknaðist okkur
svo til að 7 daga ferð væri milli Holts á Síðu og Mýrar í Bárðardal.
Best töldum við að hefja ferðina seinni hluta maímánaðar áður en
jökulvötn færu að vaxa vegna leysinga.
I maí 1941 kom ég svo austur að Holti með þann ferðabúnað
sem í minn hlut kom að útvega, en það var tveggja manna tjald
með botni, ferðaprímus, þrjár dósir af niðursoðnu kjöti, smávegis
84
Goðasteinn