Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 91
Þegar við morguninn eftir höfðum gengið skamma stund, kornum
við að jökulá, sem við í fyrstu töldum að vera mundi Skjálfanda-
fljót, og áttum við þá að hafa það á hægri hönd og ganga með
straumnum. En ekki höfðum við lengi gengið, er Runólfur vakti
máls á því, að eitthvað væri bogið við þetta, því vatnið rynni á
móti okkur. Drógum við þá upp kortið, settumst niður og fórum
að hugsa. Við athugun á kortinu sáum við brátt að við mundum
vera staddir við Jökulsá eystri, sem rennur til Skagafjarðar, og
hafði því stefna okkar daginn áður verið alltof vestlæg.
En nú höfðum við staðarákvörðun og samkvæmt henni tókum
við nú austlæga stefnu í þá átt er við töldum Kiðagil vera. Leiðin
lá upp á við og tók hjalli við af hjalla. Seinni hluta dags gerði
bleytuhríð. Snjó festi þó lítið, nema þar sem snjóskaflar voru fyrir.
Að lokum komum við þar sem lækir tóku að renna til norðurs eða
norðausturs. Tókum við það ráð að fylgja rennsli þeirra, og kom-
um þá innan stundar fram á dalbrún. Fórum við þar þegar niður.
Þar var rigning. Tjölduðum á grasbala þar sem lækur rann, skipt-
um um föt og urðum hvíldinni fegnir.
Morguninn eftir, sem var sjöundi dagur ferðarinnar, fylgdum við
vestari bakka lækjarins, sem smá óx eftir því sem neðar dró. Þegar
leið á morguninn sáum við bæ austan megin árinnar og vissum þá
að þetta mundu vera Tjarnir í Eyjafirði, því í Bárðardal er Mýri
vestan megin í dalnum. En úr því sem komið var, héldum við áfram
niður Eyjafjarðardal.
Fyrsti bær, sem við komum að, var Hólsgerði vestan árinnar.
Þar var kona úti að hengja upp þvott. Spurði hún okkur hvaðan við
kæmum og hvort ekki hefði verið vont uppi á Sandi. Nesti okkar
var nú orðið frekar ólystugt af raka og volki og um hádegi, þegar
við snæddum af því í síðasta sinn, grófum við afganginn niður. Um
kvöldið hittum við dreng, sem var að sækja kýr, fórurn heirn með
honum og báðum um að selja okkur mjólk. Bærinn hét Jórunnar-
staðir. Var okkur boðið inn og borin mjólk og brauð með hangi-
kjöti ofan á: Fólkið vildi sjáanlega veita okkur sem best og ekkert
fengum við að borga.
Seinna um kvöldið komum við svo að Saurbæ og þó búið væri
að loka símanum, sendi Daníel bóndi fyrir okkur skeyti suður að
Holti, og þar með var ferðinni eiginlega lokið.
Goðasteinn
89