Goðasteinn - 01.06.1978, Page 92
Þórður Tótnasson:
Skyggnst um bekki í byggðasafni
XXÍX.
Lyklasylgjan frá Teigi
Mestur hvalreki á fjörur byggðasafnsins í Skógum er Minjasafn
Haralds Ólafssonar bankaritara í Reykjavík, sem varðveitt verður
sem sérstök safndeild. Mun það í senn minna á fengsælan safnara og
störf og menningu margra góðra manna á liðinni öld. Það bíður
um sinn að gera grein fyrir þessu merka safni, en hér skal kynntur
einn gripur, sem hverju safni væri að sæmdarauki:
Árið 1956, þann 8. júlí, dró Ólafur Túbals listmálari í Múlakoti
í Fljótshlíð lítinn, skreyttan málmskjöld upp úr skúffu og skenkti
Haraldi frænda sínum. Skjöldurinn var áður í eigu Túbals Magnús-
sonar, föður Ólafs, er hafði eignast hann á æskuárum í Teigi í Fljóts-
hlíð. Ólafur taldi gripinn reiðaskjöld og í þe.irri góðu trú að svo
væri setti Haraldur hann upp á vegg með gömlum hestabúnaði.
Skjöldurinn var með leturlínu á jaðri. Reyndi Haraldur að ráða
hana, las einstök orð en fékk ekki samhengi í málið. Liðu svo um
fimm ár.
Þá er það nótt eina að Haraid dreymir það að hann situr í skrif-
borðsstóli sínum í minjastofunni. Inn gengur fasmikil, sköruleg og
höfðingleg kona í fornum búningi, horfir upp um hestabúnaðinn,
bendir á Teigsskjöldinn gamla og segir mjög ákveðið: „Þetta á
ekk.i að vera hér.“ Haraldur þóttist spyrja: ,,Af hverju ekki?“ Konan
horfði á hann föstum sjónum og sagði: „Gáðu í bókina!“ í þessurn
töluðum orðum geklc hún út og kembdi aftur af henni. Haraldi
þótti sem þarna hefði vitjað hans höfðingskonan Anna Vigfús-
dóttir frá Stóruborg, sem endaði ævi sína í Teigi seint á 16. öld.
í vökunni voru áhrif þessa draums svo sterk að Haraldur fór
90
Goðasteinn