Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 93
Lyklasylgja/i
frá Te/gi.
Ljós/n.:
Haraldur Ólafsson.
að huga að bókum sínum um íslenskar þjóðminjar eftir því sem
tóm gafst til á næstu dögum. Þar kom að hann handlék bókina
Myndir úr menningarsögu íslands, sem út kom 1929. Og sjá! á
titilsíðu horfir við honum nákominn ættingi Teigsskjaldarins, að
sönnu rangt greindur í skýringargrein, en kvenbúnaði skyldi hann
þó skarta. Nú komst Haraldur á sporið og innan stuttrar stundar
hafði hann ráðið óleysta áletrun, sem skráð var með upphafsstöfum
í latínuletri: BYVARI GVD BRVDVRINN SV SEM BER MIG
VPP Á SYDV. Þá lá allt ljóst fyrir, skjöldurinn var lyklasylgja
konu, borin við belti á þeim tíma, er til varð alþekktur málsháttur:
Ekki hanga allir lyklar við einnar konu belti.
Skjöldurinn ber safnnúmer HÓ 13. Hann er kringlóttur og 4,3
cm í þvermál, tvöfaldur, undirskjöldurinn úr eir en yfirskjöldur-
inn úr látúni. Þeir eru hnoðaðir saman með látúnsnöglum og nagl-
ar ekki settir af handahófi. Tveir eru brottu. Hefur þar væntan-
lega verið bakfesting fyrir belti og lykla. Báðir eru skildirnir bungu-
laga. Yfirskjöldurinn er gegnskorinn flóknum skrauthnúti, sem
skipta má í tvo hluta, þar sem hvor hefur, með litlum frávikum,
fulla samsvörun til hins. í skrautfléttu strengja og blaða er róm-
anski stíllinn ráðandi eins og hann birtist frá miðöldum til nútíðar
Goðasteinn
91