Goðasteinn - 01.06.1978, Side 95
lngólfur Einarsson frá Snjallsteinshöfða:
Hvar er Kirkjuhvoll
Sjálfsagt verður aldrei úr því skorið hvar leita skal þess Kirkju-
hvols, scm Guðmundur Guðmundsson orti um hið alkunna kvæði.
Hafi þetta örnefni verið til annars staðar en í huga skáldsins, er
staðarins vafalaust að leita á æskuslóðum Guðmundar, í Hrólfs-
staðahelli á Landi. En hvar í Helli er þessi staður? Því getur eng-
inn svarað svo einhlítt sé - eða hvað?
Fyrir nokkru birtist í dagblaði greinarkorn um Guðmund í til-
efni af aidarafmæli hans. Þar í er þetta: „Skammt frá bænum eru
sérkennileg og ævintýraleg klettabelti, og er sagt að kveikjuna í
ljóðið ,,Kirkjuhvoll“ hafi skáldið sótt í einn þeirra kletta“ (Mbl. 5.
9. 1974).
Þetta er veigalítil tilgáta. 1 túnbrekkum Hellis eru mörg kletta-
nef einkar fögur, en ekkert þeirra er öðru líklegra til að bera hið
fræga nafn.
Nafnorðið hvoll er í Orðabók Menningarsjóðs skilgreint svo:
„hóll, ávöl hæð, einkum í samsetningum: Kirkjuhvoll; einnig bæjar-
nafn“. Bæjarhólinn á Bergþórshvoli er í Njálu nefndur hvoll. „Dalr
var í hválnum“, stendur þar. Er hægt að ganga fram hjá þessu í
leitinni að Kirkjuhvoli ljóðsnillingsins úr Landsveit?
Um miðbik heiðarinnar milli Hrólfsstaðahellis og Húsagarðs er
Skothóll, flatvaxinn að sjá frá suðri, og liggur landamerkjagarður
milli þessara jarða yfir hann frá suðaustri til norðvesturs. Hóllinn
er fallegastur að norðaustan, Húsagarðs megin: brött, kúpumynduð
brekka, en fast undir brekkunni er djúp laut, sem heitir Stóridalur
og er opin fram (suðaustur) á brekkubrún. Um 150 m suðvestan
Skothóls, en rösklega 200 m norðaustan bæjar í Hrólfsstaðahelli
heitir Hrútabrekka.
Segir svo í örnefnalýsingu Hrólfsstaðahellis eftir Hannes Árna-
Goðasteinn
93