Goðasteinn - 01.06.1978, Page 108
ekki ófáir hlutu þá hamingju að velja sér lífsförunautinn á Heima-
landi undir tónfalli Dalselssystkinanna, en svo sem sjá má, voru
þau öll okkar gleðigjafar.
Nú eru kollar okkar hrímgaðir, en það breytir ekki því að minn-
ingarnar lifa. Ég tek mér því penna í hönd á hinum hvíta góudegi
til að láta verða af því að árna þér, Ólafur minn, allra heilla sjö-
tugum.
Þakka löng kynni, vináttu, órofa tryggð.
Góudag, 1976.
Einar Sigurfinnsson:
Sverrir á Grímsstöðum
Sverrir Magnússon hét hann bóndinn á Grímsstöðum um það leyti,
sem ég man fyrst frá að segja, þá orðinn aldraður, fæddur 1823.
Kona hans hét Sigríður Jónsdóttir. Sverrir var viðræðugóður og
léttmáll, hagmæltur og kvað gamanstökur við ýmis tækifæri. Nokkr-
ar geymdust í minni þeirra, er heyrðu, enda léttar og fljótlærðar,
en flestar gleymdust eða lærðust ekki.
Stúlka bað Sverri að kenna sér að gera vísu. Hann kvað:
Komdu þá og kysstu mig,
kátust hringatróða.
Eg skal gubba upp í þig
anda krafti ljóða.
Við sofnhúsverk voru með Sverri tveir bændur, Erasmus og Sigur-
bergur. „Gerðu nú vísu um okkur,“ bað Erasmus en fékk ekkert
svar. „Reyndu Bergur að biðja hann.“ Sverrir kvað:
Erasmus, svo inni ég frá,
opnar mála dallinn.
Sigurbergur setja má
sálarfjör í kallinn.
106
Goðasteinn