Goðasteinn - 01.06.1978, Side 111
einum fiota, baggarnir með reipunum á, þangað sem því var ætlað
að vera, en til þess það færi ekki of langt, voru höfð tvö bönd,
annað úr austurbakkanum nokkru ofar en hitt, úr trjálaup fylltum
af grjóti, sem stóð úti í miðjum álnum og baggarnir festir í þau og
svo þar maður við mann neðan við baggana. Þá var borið grjót
ofan á heyið, og er ekki að orðlengja það að eftir klukkutíma mátti
ganga þurrum fótum yfir álinn.
Síðan var verkinu haldið áfram þar til garðurinn var orðinn
svo traustur að ekki þótti líkindi til að vatn rynni yfir hann um
sumarið, enda var þá komið kvöld og menn orðnir þreyttir og illa
verkaðir.
Állinn, sem tepptur var, alls 10 faðmar, þar af voru 8 faðmar
ein alin á dýpt til jarðar. Straumurinn var allþungur og hækkaði
vatnið fljótt, eins og þeir geta gjört sér hugmynd um, sem hafa
farið yfir Fljótið, en af því að vatnið hafði gott undanfæri vestur
á við, þá varð hækkunin eða vatnsþunginn ekki e.ins mikill og
annars hefði orðið..
Á þessum 8 föðmum er garðurinn þriggja faðma þykkur að
neðan og 4-5 fet á hæð. Svo voru hlaðnir aðrir 8 faðmar á þykkt
einn til tvo faðma og 4-5 fet á hæð.
Ég vil taka það fram að síðan þér voruð á ferð hér austur frá 23.
f. m. hafði vatnið lagst meir að þessum ál, grafið sig fram með
austurlandinu og var helst útlit fyrir að það vatn, sem kom ofan
með austurlandinu mundi allt leggjast í þennan nýja farveg með
tímanum.
Þarna er þá loks fengin sönnun fyrir því að mögulegt sé að hlaða
fyrir kvíslar úr Markarfljóti og er vonandi að menn láti sér ekki
vaxa í augum, þó það hafi nokkurn kostnað í för mcð sér, þar sem
um svo þýðingarmikið mál er að ræða. Sérstaklega ættu eigendur
þeirra jarða, sem hættan vofir yfir að taka drjúgan þátt í kostnað-
inum, enda væru þá meiri líkindi til að ábúendur hinna sömu jarða
sýndu málinu meira fylgi og áhuga en þeir hafa gjört hingað til.
Virðingarfyllst,
Vigfús Bergsteinsson.
Goðasteinn
109