Goðasteinn - 01.06.1978, Page 112
Jón R. Hjáhnarsson:
Þorsteinsminni
Ávarp við afhjúpun minnisvarða Þorsteins
Erlingssonar í Skógum undir Eyjafjöllum
30. september 1978
Um þessar mundir er liðið stórt hundrað ára frá fæðingu Þorsteins
Erlingssonar, eins ástsælasta ljóðskálds þjóðar okkar fyrr og síðar.
Hann var Rangæingur að ætt og uppruna og fæddist í Stóru-Mörk
í Eyjafjallasveit hinn 27. september 1858. Kornungur fluttist hann
að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og ólst þar upp, svo að raunar var
hann lítt tengdur Fjöllunum nema í frumbernsku. Engu að síður
nýtur þetta byggðarlag þess nú, að á þessum slóðum leit hann fyrst
dagsins ljós.
Þorsteini Erlingssyni var í blóð borin aðdáun á náttúrufegurð
hér eystra og ræktarsemi í garð æskustöðva og æskuvina. Við heyr-
um glöggt enduróma slíkra kennda í ýmsum ljóða hans, svo sem í
kveðju til fornvinar hans Jóns söðlasmiðs í Hlíðarendakoti, þar
sem hann minnist hans og Þórsmerkur í sömu andrá og segir:
Og þegar að vorsól á Valahnúk skín
og verpur á skógana roða,
og ferðamenn ganga í fótsporin þín
og friðsælu runnana skoða
og dreymandi hvíla við hjarta vors lands
og horfa á fljótsstrauminn svala,
þá hljóta þeir líka að minnast þess manns,
sem Mörkina vakti af dvala.
Þessi ræktarsemi Þorsteins hefur sýnilega gengið í arf til afkom-
enda hans og henni eigum við að þakka að minnisvarði með mynd
skáldsins eftir snillinginn Ríkharð Jónsson er risinn hér við Héraðs-
skólann í Skógum.
Þorsteinn Erlingsson ólst upp með góðu fólki í glaðværu og menn-
110
Goðasteinn