Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 113

Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 113
ingarlegu umhverfi í Fljótshlíð. En ungur mun hann þó hafa þráð að fara í skóia og ganga á vit menntagyðjunnar. Hann var líka sá gæfumaður að leggja á þá braut fyrir atbeina og hvatningu mætra manna, er sáu hvílíkum efnivið hann var búinn, og lauk hann stúd- entsprófi í Reykjavík vorið 1883. Því næst lá leið hans til Háskól- ans í Kaumannahöfn, þar sem hann hlaut Garðsstyrk og nam lög- fræði um árabil. Einnig lagði hann sig mjög fram um að kynna sér bókmenntir og skáldskap og varð vel heima í öllum helstu listastefnum sam- tímans. Margt var það líka í heimsborginni við Eyrarsund sem hrifið gat ungan mann af íslandi á þessum árum. Bæð.i var þar mikil gróska í andlegu lífi og einnig hörð barátta og átök milli eignaaðals og alþýðufólks, sem um þessar mundir var að hasia sér völl í þjóðmálum Dana. Snerist Þorsteinn cinarðlega á svcif mcð þeim, er minna máttu sín, og gerðist baráttumaður gegn hvers kyns misrétti og ranglæti í samfélagi manna. Ýmis atvik og þá einkum upphlaup það, sem varð vegna kvæðis Þorsteins á aldarafmæli Rasmusar Kristjáns Rasks 1887, ,,Þú komst þegar Fróni reið allra mest á“, ollu því að hann hvarf frá laga- námi og lagði fyrir sig ýmsa vinnu um árabil þar ytra. Jafnan var hann fátækur og bjó við þröngan kost, jafnvel svo, að hann beið við það tjón á heilsu sinni til frambúðar. Á seinustu dvalarárum sínum í Kaupmannahöfn gcrðist Þorsteinn um skeið aðstoðarmaður við fornleifarannsóknir. Kom hann þá til íslands til að kanna húsaskipun og hýbýlahætti á fyrri öldum og ferðaðist einnig til Norður-Ameríku og Þýskalands. Árið 1896 fluttist hann síðan alkominn heim, lagði fyrir sig blaðamennsku og gerðist ritstjóri nýrra blaða, fyrst á Seyðisfirði og síðar á Bíldudal, en báðir þeir staðir voru í miklum uppgangi á þessum árum. Til Revkjavíkur fluttist hann svo upp úr aldamótunum 1900 og þar dvaldist hann samfleytt tólf síðustu æviárin. Vann hann fyrir sér með margháttuðum ritstörfum, kennslu og ýmsu öðru og naut einnig skáldastyrks frá Alþingi. Kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Kot- laugum í Hrunamannahreppi, var honum einkar samhent í að hlúa að góðu og fögru heimili þeirra og þar naut skáldið næðis og ham- ingju eftir langa útivist í misjöfnum veðrum og þar andaðist hann haustið 1914, mjög um aldur fram. Goðasteinn 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.