Goðasteinn - 01.06.1978, Page 114
■>
í Skógum 30. sept. 1978. Ljósm. H. R. ].
Hagmælska og skáldskaparhneigð voru ríkir eiginleikar í fari
Þorsteins Erlingssonar frá æskuárum og byrjaði hann mjög snemma
að yrkja. Hélt hann því áfram í vaxandi mæli, er hann var við
nám í Reykjavíkurskóla og varð brátt kunnur sem ágætt ljóðskáld.
Einkum urðu þekkt ýmis kvæði, er hann orti við sinsæl sönglög
á þeim árum og lengi síðan, svo að enn þann dag í dag heyrast
þeir söngvar ósjaldan í mannfagnaði. Nægir í því efni til dæmis
að minna á kvæði eins og Nú blika við sólarlag sædjúpin köld,
Þú stjarna mín við skýjaskaut, Nú tjaldar foldin fríða, Hve glöð
er vor æska, og mörg önnur.
Á Hafnarárum Þorsteins, einkum þeim síðari, gerist það svo
skyndilega, að frá honum kemur hvert kvæðið öðru snjallara og
stórbrotnara að efni, máli og stíl, svo að þau skipuðu honum óðar
til sætis á innsta bekk meðal annarra stórskálda landsins og voru
112 Goðasteinn
>