Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
^Viltu aukg orÖaíorda þinq?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu nú kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. tordyfill: feskur, fugl, lindýr, bjöllutegund, mosi, skóf, letingi.
2. stirmur: snákar í júgri (á kú eða á), ber í kvenbrjósti, stífur, klunna-
legur, glampar, stirðleiki í augum, þvermóðska.
3. óhróður: látlaus, montinn, lofsyrði, illmælgi, frægð, meðmæli, rógur.
4. pústur: blástur, löðrungur, sog, stunur, más, hvíld, (hnefa)högg.
5. musl: taut, núningur, móða, mistur, raus, snarl, smámolar.
6. tyrfinn: gróinn, uppblásinn, auðskilinn, torskilinn, þunglamalegur,
viðskotaillur, bráður.
7. stjá: stöðugt reik aftur og fram, áreitni, stríðni, stöng, skim, ringul-
reið, óreiða.
8. urg: mótmæli, mögl, önuglyndi, úlfúð, óróleiki, gróft og óþægilegt
hljóð, niðurbæld gremja.
9. að vera e-m til ama: að stytta e-m stundir, að vera e-m til aðstoðar,
að vera e-m til leiðinda, að hjálpa e-m, að hafa ofan af fyrir e-m,
slæmt fordæmi.
,10. torræður: þungur í róðri, sem erfitt er að ráðafram úr, þungur á sér,
erfiður viðureignar, óbilgjarn, tilætlunarsamur, fúllyndur.
11. kveifarskapur: veikindi, heilsuleysi, hlýlegt viðmót, kjarkleysi, vesal-
dómur, óþokkaskapur, kjarkur.
12. dyrfill: hraustmenni, kjarkmikill maður, skordýr, fugl, fiskur, stutt
rófa (á sauðkind eða sel). díll.
13. hokur: oddur, hnúður, vesældarbúskapur, húnn, óhæfilega dýr sala,
seinlæti, þrældómur.
14. togstreita: veiðarfæri, tilraun, átök, fiskveiðiaðferð, taugasjúkdómur,
deila, þrældómur.
15. skrum: stormur, skán, þurr, gort, skriða, óðagot, hávaði.
Lausnin er á bls. 128.