Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 89
87
Ef þú fréttir af einhverjum sem
stingur upp á mér í stjórnmálalega
stöðu, vertu þá svo vænn að
misþyrma honum og senda mér
reikninginn.
Will Rogers
Lítið góðverk er betra en stórkostleg
fyrirætlun.
Larry Eisenberg.
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa,
en fyrst mun hann leika yður grátt.
Barry Stevens & Carl R. Rogers.
Gamli dráttarhesturinn myndi hlæja
dátt, ef hann sæi alla ökumenn
nútímans sem eru að hagræða á sér
aktýgjunum — öryggisbeltunum.
Funny Funny World
Sá sem er óþolinmóður þarf tvisvar að
bíða.
Mack McGinnis
Sá, sem telur, að ekki sé hægt að
breyta því, sem orðið er, á eftir að
skrifa endurminningar sínar.
Torvald Gahlin
Vanþekking er frek, þekking hógvær.
Thucydides
í matarboði ættum við að borða
skynsamlega, en ekki of mikið, og
tala mikið, en ekki of skynsamlega.
Sommerset Maugham
Ekkert í lífinu er til að óttast —
aðeins til að skilja.
Marie Curie
Þegar maðurinn er loks farinn að sjá,
að faðir hans hefur kannski haft rétt
fyrir sér, á hann venjulega son sem
telur að hann hafi rangt fyrir sér.
Charles Wadsworth
Það tók mig mörg ár að skilja, að orð
Tvær hættur ógna heiminum stöð- eru 0£t jafn mikilvæg og reynsla, því
ugt: Regla og óregla. ^ orðin gera reynsluna varanlega.
Paul Valéry Willie Morris
Nýji forstjórinn var strangur og aldrei orðlaus. Dag nokkurn safnaði
bókhaldarinn kjarki og sagði: ,,Ég neyðist til að kvarta yfir lágum
launum mínum við forstjórann. Þau eru svo sannarlega ekkert til að
hoppa af kæti yfir.”
,, Gerir ekkert,”sagði forstjórinn. Það er ekki ætlast til þess af þér. Þú
ert ráðinn sem bókhaldari. Við kengúrur höfum við ekkert að gera.”