Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 23
GRÆNN VETUR
21
þeirra hluta sem eru svo leiðin-
legir við að vera gamall eru
margir skemmtilegir líka?
Já, ég veit það, ég veit það.
Eg hefði alls ekki trúað þér.
AÐ GANGA HEIM.
Ég ætlaði að taka strœtó,
en ég gerði það ekki
vegna þess að ég hafði
ekki peninga.
1 rauninni átti ég peninga,
en mér fannst að ég ætti
ekki að eyða þeim.
Ferðin kostar sextíu krónur,
meira en hálfan hundraðkall,
og að mínum skilningi
(eða skilningsskorti)
eru þetta töluverðir peningar. 1
Þessvegna sagði ég við sjálfan mig.
,,Allt í lagi, ég geng. ”
Ég hlakkaði ekki til þess,
ég var dálítið þreyttur,
og ég bjóst við að mér þcetti
það leiðinlegt.
Það skemmtilegasta t veröldinni
er ekki að setja annan
fótinn fram fyrir hinn,
ekki þegar þú hefur gengið
þessa
sömu leið oftar en hundrað
sinnum.
Þá komst þú með þessa Ijósadýrð,
Guð.
Það var stórkostlega fallegt,
skuggamyndir trjánna
bar við appelsínulitan
og gulan himininn.
lnnan klukkustundar
dansaði dagsbirtan burtu
og stjörnumar byrjuðu að skína.
Ef ég segði að ég hefði verið glaður
yfir þeirri ákvörðun að ganga
vœri ég að gera lítið úr
hlutunum.
Ef ég reyndi að segja eitthvað um
gcesku Þína og dýrð.
Myndi ég þurfa að hrópa og
syngja
en það ætla ég ekki að gera.
Hrifning er nokkuð sem fólk skilur
ekki, þegar hún hendir mann á
mínum aldri,
sjötíu og sex ára.
En Guð, ég segi þér undir fjögur
augu
Stundum syng ég hástöfum
yfir því að vera til.
VÆNTUMÞYKJA.
Barnabörnin hafa ekki orðið eins
og við héldum að þau yrðu. Foreldrar
þeirra, þörnin mín, eru reið og særð
fyrirverða sig og hafa áhyggjur þeirra
vegna. En ekki ég. Mér fellur vel við
þessi þörn. Eins og þau eru. Opinská
og heiðarleg. Óþvinguð og ljúf.
Hrjúf og vingjarnleg. Þau virðast ekki
hafa á móti því að eyða tímanum
með mér. Við tölum um raunveru-
lega hluti. Drauma. Frið. Himininn.
Þau segja mér að það sé mikilvægara
að ,,lifa” heldur en að vera sífellt að
puða og strita. Ég er þeim sammála.
Foreldrarnir eru stórhneykslaðir,
en ég fer ekki út í þá sálma. Ég segi:
„Börnin komu.” Foreldrarnir segja:
„Gott, þau hafa þá skyldutilfinn-
ingu.”
Ég held að það sé væntumþykja.