Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 101

Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 101
ÁRLANGUR DAGUR 99 vonlaust. Höglin hittu og steggurinn féll á flugi, vængirnir stífir út. Ivar lét byssuna síga, þakklátur fyrir að kyrrð kvöldsins var ekki lengur rofin af lífi í leit að dauða. En þegar hann steig fram, þóttist hann sjá fuglinn hreyfast. Hann pírði út í rökkrið. Já, steggurinn hreyfðist, en ekki af eigin rammleik. Það var refur, sem dró hann yfir freðbakk- ann. Refurinn hafði þegar haft ham- skipti að verulegu leyti, og hvítur vetrarfeldurinn gerði það að verkum að hann virtist sömu stærðar og málsverðurinn, sem fallið hafði af himnum ofan. En Ivar sá af skrykkjóttum hreyfingum rebba að gæsin var honum snöggt um þyngri. Hann hrópaði, en rebbi var ekki á því að láta stegginn eftir. Smástund hvarflaði að Ivari að nota byssuna, sem hann hafði um öxl. Svo fannst honum það harður dómur fyrir smáþjófnað. Hann tók til fótanna og með snöggum spretti komst hann um 15 metrum nær refnum. Hann hrópaði hátt og hvellt. refurinn stökk áfram og missti takið á gæsinni um stund. Hann hikaði nógu lengi til að endurnýja takið en þaut svo af stað með endurnýjuðum krafti. Loks nam refurinn — tæfa — staðar um 30 metra frá greni sínu. Ivar greip niður þegar aðeins 10 metrar voru milli þeirra og greip upp stein, sem hann kastaði yfir flýjandi tæfuna. Við það brá henni svo, að hún sleppti steggnum og stökk til hliðar, hentist síðan heim að grenis- munnanum. Ivar hljóp þangað sem steggurinn lá, móður og másandi. Tófa og veiðimaður frýndu hvort á annað, og allt í einu fann hann hve hann var bálreiður. En um leið og hann gerði sér það ljóst, vissi hann að reiði hans stafaði ekki af því að hann hafði þurft að elta bísinn ref, heldur af því að hann hafði skotið paraða gæs. Hann hörfaði eitt skref og slakaði á. Svo fór hann að hlæja. Þá hrökk tófan við. Hann var enn með bros á vör þegar hann kraup hjá steggnum, seildist undir úlpuna og tók hnífinn úr slíðrum. Hann gerði að fuglinum með ákveðnum handtökum og fleygði innvolsinu á jörðina. Tinnusvart nefíð á tófunni stóð fram úr grenismunnanum og iðaði af matarlyktinni. Já, litli þjófur, hugsaði Ivar. Þetta skalt þú fá. Þú hefur unnið til þess. En gerðu þetta ekki aftur. BJÖRN Á GILDRUSLÓÐUM Snemma 1 desember vældi vindur- inn við kofahornin og fram hjá lokuðum gluggunum á Aðalkofan- um. Slðustu ljósaskiptadagana hafði flóann framan við kofann lagt. Nú blandaðist heimskautamyrkrið hvít- um skafrenningnum og bjó til ólgandi, gráleitan hræring, sem þurrkaði út flest kennileiti. í þrjá daga var var veðurtepptur í kofa sínum, nema hvað hann skaust einu sinni út til að fóðra hundana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.