Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
Til þess að komast til botns í
Tsunami-vandamálinu hafa vísinda-
menn búið til eðlisfræðileg og stærð-
fræðileg módel af bylgjunum. Eðlis-
fræðileg módel af tsunami-bylgjum
hafa verið gerð í Ríkisháskólanum í
Moskvu, á rannsóknarstofum Veður-
fræðistofnunarinnar sovésku og í
öðrum vísindamiðstöðvum. Eitt
módelið sýndi norðurhluta Japans-
hafs sem rafsvið sem rafstraumi var
hleypt á til þess að sýna feril
tsunami-bylgju. Með sömu jöfnu má
nefnilega sýna bæði hegðun raf-
straums og hreyfíngu vökva. Þessar
rannsóknir vom gerðar við Veður-
fræðistofnunina í Leningrad. Stærð-
ftæðilegt módel af tsunami var
hannað af sérfræðingum tölvudeildar
Síberíuútibús sovésku Vísindaaka-
demíunnar.
Sovéska áætlunin sem unnin var í
Síberíuútibúinu vár samræmd
bandarísku módeli af útbreiðslu
tsunami á úthafínu þar sem hafs-
botninn er sýndur upphleyptur.
Einnig vom samræmd prógrömm til
tölvumötunar yfír hegðun tsunami-
bylgja sem myndast við neðansjávar-
skjálfta á ýmsum svæðum Kyrra-
hafsins. Þessi módel hafa praktíska
þýðingu. Þau aðstoða vísindamenn-
ina við að gera spár um hæð flóða
sem orðið geta við ströndina þegar
tsunami er á ferð. Þessar spár em
mjög mikilvægar vegna mannvirkja-
smíða á Kyrrahafsströnd Kamtsjatka-
skaga og Kúrileyja. Þau geta einnig
verið gagnleg við mælingar á afli
tsunamibylgja á miðsvæðum mögu-
legra jarðskjálfta og til að segja fyrir
um sérkenni þeirra, til dæmis stefnu
stærsm bylgjunnar og afleiðingar
hennar.
,,Það sem við vimm nú um
tsunami þurfum við að styðja með
áreiðanlegum og óumdeilanlegum
upplýsingum” — segir S. Solovjof,
yfírmaður Rannsóknarstofnunarinnar
í Sakhalin. Solovjof er eðlisfræðingur
sem hefur sérhæft sig í jarðskjálfta-
fræði. Hann er yfirmaður sovésku
tsunami-áætlunarinnar og einnig
tsunami-nefndar Alþjóðlegu land-
mælinga- og jarðeðlisfræðistofnun-
arinnar.
Fyrsti sovésk-bandaríski tsunami-
rannsóknarhópurinn starfaði á hafi
úti um borð í sovéska skipinu
Valerian Uryvajef. Helsti árangur
leiðangursins var sú uppgötvun, að
landgmnnssvæðin sem em áföst við
ströndina og enda á um það bil 200
metra dýpi grípa til sín og halda eftir
orku ýmissa bylgjuhreyfinga úthafs-
ins. Hvað merkir þetta? Landgmnnið
endar skyndilega og myndar eins-
konar þverhnípi þar sem hafíð verður
skyndilega miklu dýpra. Bylgja fellur
upp að ströndinni, kastast afmr til
baka, fer út að þverhnípinu og
kastast þar enn á ný til baka. Jafnvel
þótt bylgjan fari að hluta til út í hafíð
em bylgjurnar við ströndina veiddar í
einskonar gildm sem heldur þeim
innan marka landgmnnsins. Slíkar
bylgjur myndast reglulega meðfram
Kúrileyjum, frá norðri til suðurs.