Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 115
ÁRLANGUR DAGUR
113
hver á annan munaði minnstu að
hitamælirinn kæmist yfír frostmark-
ið. Ivar hafði meiri mætur á þessum
árstíma en nokkrum öðrum.
Dag einn ákvað hann að fá sér nýja
rjúpu í matinn og lagði af stað á
skíðum. Hann stefndi upp í Rjúpna-
hæð fyrir ofan Aðalkofann. Rjúpan
hlaut að vera komin fram núna, farin
að klóra í snjóinn í leit að fræjum frá
árinu áður, áður en hávaðasamir
sjófuglarnir kæmu aftur.
Þegar hann var kominn langleiðina
Upp eftir hæðinni vafði hann sér
sígarettu og virti fyrir sér landið fyrir
neðan. Fjörðurinn var enn hulinn
silfri íssins nema um miðjuna, þar
sem sjávarföllin höfðu myndað í
hann smálænur og hellt eyðandi salti
upp á snjóinn. Þessir grönnu,
blásvörtu fíngur vom forboðar þess
að ísinn leysti.
Klukkustundu seinna var Ivar
næstum kominn niður af hæðinni
þegar vindurinn bar til hans æst gelt
sleðahundanna. Svona urgur í þeim
gat ekkert þýtt annað en að bjarndýr
væri rétt hjá þeim. En þegar hann
kom til hundanna var ekkert
bjarndýr að sjá, aðeins slóðin var
eftir. Það gat þó ekki verið langt
undan og sporin voru svo stór að
hjarta hans tók að slá örar.
Slóðin lá fram á fíörð. Ivar skoðaði
ísinn í kíkinum þar til hann sá hvar
hvítabjörninn fór og stefndi þangað
sem ísinn hafði raðast í hrannir
frammi á fírði. Þetta var of seint á
veiðitímanum til að láta forláta
karldýr fram hjá sér fara. Færið var
mjög langt, meira að segja fyrir
hlaupalangan Mauserriffílinn. En
hann komst ekki í betra færi.
Hann kraup niður, lagði riffílinn á
stein, miðaði og hleypti af. Honum
sýndist björninn hrasa, en svo tók
hann á rás, ósár að sjá. Annað og
þriðja skotið þeyttu bara upp
ísgusum fyrir aftan dýrið og hertu
enn á því. Ivar hélt að hann hefði
engu hitt þar til hann sá rauða slóð á
ísnum gegnum kíkinn. Dýrið var
sært. Hann slengdi rifflinum á öxl sér
og renndi sér af stað í eftirför.
Hann bar fljótt út á fíörðinn.
Hann minntist þess hvernig mið-
fíörðurinn hafði litið út ofan af
hæðinni: Svartir sprungufíngur og
sjópollar ofan á hættulegum ís. En
honum þótti ísinn traustur undir
skíðum og særður björninn gat ekki
flúið langt.
Eftir klukkustund var blóðslóðin
orðin að dreifðum dropum en Ivari
sýndist vera orðið styttra á milli-skrefa
hjá dýrinu. Beint fram undan var
sprunga þar sem sjávarföllin höfðu
hrannað ísnum upp. Ivar fór á
skíðum eins nærri og hann þorði,
steig síðan af þeim og stakk þeim
upp á endann í snjóskafl. Svo klifraði
hann gætilega upp á hrönnina og
litaðist um. Um fjögur hundruð
metra fram undan var bjamdýrið á
sléttri íshellu.
Hann fíkraði sig niður af hrönn-
inni hinum megin og skokkaði
meðfram bjarnarslóðinni. Hann fór