Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 107
ÁRLANGUR DAGUR 105
ísbjöm þefar af selkjötsleifum.
var, það hefði verið það sama og að
farga hundunum. Meðan hann
sleppti ekki var möguleiki á að
Svartur léti sér segjast. Ef refskrattinn
vildi nú bara vera svo hjálplegur að
sveigja í áttina til lands. En það sem
var voðinn vís fyrir þunga dráttar-
hundana var öryggið uppljómað fyrir
smávaxna heimskautarefinn, og það
vissi hann.
ísinn gaf sig stöðugt meira undan
skíðum Ivars, teygðist eins og
gúmmíbreiða, svignaði undan farg-
inu en lyftist r kring. Eina von þeirra
núna var að nema aldrei staðar, aldrei
að hika svo lengi að ísinn næði að
láta undan. Og að sveigja hundunum
til lands — hann varð að sveigja
hundunum til lands! Hann hrópaði
aftur og aftur, aftur og aftur, þar til
annað hvort þreyta eða þjálfun eða
óöruggur ísinn komu Svarti til þess
að hætta þessum hættulega eltinga-
leik við hvíta refinn.
Svartur sveigði til vinstri. ísinn
gnast, seig og lyftist. En hundahóp-
urinn linnti ekki sprettinum, nú
hvattur af áköfum hrópum Ivars,
heldur sveigði í boga sem leiddi hann
í átt til strandar. Smám saman varð
ísinn traustari aftur, og loks var Ivar
aftur farinn að slengja sér sitt á hvað á
milli ísjakanna þar sem ísinn var
traustur. Þegar Ivar sá til strandar,
kallaði hann í Svart að stansa.
Forustuhundurinn hlýddi þegar í
stað, dæmigerð örþreytt hlýðni.
Ennþá var eftir að grafa bjarndýrið
upp og vega það upp í sleðann og
draga það aftur til kofans. Svo þurfti
að ganga alla gildrulögniná. Ivar
tautaði lágt fyrir munni sér meðan
hann hjálpaði hundunum að koma