Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 103
ÁRLANGUR DAGUR
101
Sólin kemur aftur um miðjan febrúar. Fuglafjallskofi fremst á
myndinni.
sem kynni að hafa farið fram hjá
honum. Ekkert. Engin óþægindatil-
finning af því að önnur lífvera
fylgdist með honum.
Það tók langan tíma að fara með
fyrstu gildrulögninni og það gaf
heldur engan árangur. Stormurinn
hafði fellt sumar gildrurnar, aðrar
voru svo fullar af snjó að hann varð að
grafa þær upp og færa þær þannig að
þær stæðu hærra. Þetta var þreytandi,
tólf tíma vinna í myrkri og kulda.
Þegar hann hafði lokið hringferðinni,
var hann orðinn stirðbusalegur af
kulda og hungri.
Hann hvataði sér heim á leið og
hlakkaði til að njóta verðlaunanna
fyrir heimskautavinnuna — elds,
heits matar og fá svo kaffi vel styrkt
með Skota. En þrátt fyrir flýtinn hélt
hann vöku sinni. Hann rýndi út í
myrkrið og grannskoðaði kletta og
sjávarísinn og reyndi að gera sér grein
fyrir minnsta votti bjarndýraferða.
Engin hreyfing, engin hætta enn.
Hann skoðaði umhverfið með ákefð.
Nýsnævið margfaldaði stjörnubirt-
una og gaf landinu annarlegan,
bláskæran bjarma.
Naika trítlaði á eftir honum. Hún
hafði farið helmingi lengri leið en
hann, og hún var orðin þreytt.
Skottið stóð orðið beint aftur af
henni. Allt í einu spyrnti hún við
fótum og rak upp lágt urr, sem vakti
ilvari kaldan hrísling á bakinu.
Bjarndýr!
Hann stöðvaði ferð sína þegar í
stað og tók riffilinn sér í hönd. Hann
vissi að bjarndýrið var nærri, því
Naika hafði fengið veður af því með
vindinum. En hann hafði ekki
hugmynd um hvar eða hve nærri —
kannski bak við klettóttan háls um 80
metrum fram undan. Hann sá ekki
hálsdragið, en vissi af því. Þetta var
ekki í fyrsta sinn, sem hann fór þessa
leið.
Hann stakk skíðastöfunum í
snjóinn og kraup til þess að losa
bindingarnar. Hann vann aðeins með
annarri hendi en hélt rifflinum
tilbúnum með hinni og hafði ekki
augun af því umhverfi sem hann gat