Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 106
./
104
hann eftir að sjá þess merlci að
hundarnir fyndu bjarnarþef, en þeir
héldu sínu skeiði með trýni við jörð.
Sennilega var björninn óhreifður. Til
frekara öryggis lét hann hundana
hlaupa drjúgan spöl undan vindi,
áður en hann kallaði til Svarts að
sveigja til vinstri.
Þá, þegar hundarnir voru í miðri
beygju og stefndu til sjávar, hvikaði
eitthvað hvítt fram undan ísklumpi
niðri við sjóinn. Þetta var refur, sem
leist ekki á þá ferð sem að honum
stefndi, og nú upphófst eltingaleik-
ur. Refurinn sveigði til hægri og
stefndi út á fjörðinn.
Ivar öskraði hvað eftir annað á
hundana að nema staðar, en Svartur
lét það sem vind um eyru þjóta.
Refalyktin var ómótstæðileg. Allt í
einu fann Ivar sig á flugi yfir
metershrönnina, sem var á mörkum
lands og sjávar. Sambland af
ósjálfráðum viðbrögðum og heppni
afstýrði því að hann færi kollhnís út á
ísinn heldur lenti á fótunum.
Isinn var orðinn allgóður, en alls
ekki öruggur alls staðar, Hvert sem
litið var gat Ivar greint daufar þústir,
þar sem flotísjakar frá sumrinu höfðu
frosið inni í nýja lagnaðarísnum. Þeir
vori mismunandi háir, allt upp í
mannhæð, og fram hjá þessum
hindrunum varð hann að stýra sér á
flughraða í myrkrinu. Hann hafði
ekki lengur neina von um að það
þýddi að hrópa skipanir til Svarts, en
gerði það engu að síður, skipaði
honum að stansa.
ÚRVAL
Hann var enn að hrópa, þegar
refurinn skaust á milli tveggja
ísdranga. Svartur hélt óhikað á eftir
honum. Bangsi og Grísi neyddust tiL
að stökkva upp í ísdrangana. Ivar
vonaði að sleðinn myndi festast milli
jakanna og neyða hundana til að láta
af hlaupunum, en Bangsi hafði
klifrað svo hátt að sleðinn slengdist
upp á annan meiðann og rykktist
þannig í gegnum ófæruna. Ivar
slengdist líka til og stefndi beint á
annan dranginn á skíðunum. Hann
beygði sig og sveigði til hægri eins og
hann gat, en teygði samtímis upp
höndina með dráttartaumnum til
þess að afstýra því að hann flæktist í
ísjakanum. Þar skall hurð nærri
hælum.
Hann opnaði munninn til að
hrópa aftur, en um leið heyrði hann
nokkuð sem olli því að loftið
stirðnaði í barka hans. Hljóðið kom
eins og úr fjarska og var því líkast að
naglagaur væri dreginn úr nýlegum
viði — nýji lagnaðarísinn svignaði
undan samanlögðum þunga hunda,
sleða og manns. Refurinn hafði leitt
þá út á þunnan ís.
Ivar reyndi að beygja til vinstri,
þangað sem ísinn var þykkari og
landið nær, með því að rykkja í
dráttartauminn og öskra á hundana.
En þeir voru of sterkir og bráðin og
skammt undan. Hundarnir geystust
áfram.
Ivar var bjargarlaus. Ef hann hefði
sleppt, hefði hann strandað á
krömum ísnum. En það sem verra