Úrval - 01.11.1977, Síða 101
ÁRLANGUR DAGUR
99
vonlaust. Höglin hittu og steggurinn
féll á flugi, vængirnir stífir út.
Ivar lét byssuna síga, þakklátur
fyrir að kyrrð kvöldsins var ekki
lengur rofin af lífi í leit að dauða.
En þegar hann steig fram, þóttist
hann sjá fuglinn hreyfast. Hann pírði
út í rökkrið. Já, steggurinn hreyfðist,
en ekki af eigin rammleik. Það var
refur, sem dró hann yfir freðbakk-
ann.
Refurinn hafði þegar haft ham-
skipti að verulegu leyti, og hvítur
vetrarfeldurinn gerði það að verkum
að hann virtist sömu stærðar og
málsverðurinn, sem fallið hafði af
himnum ofan. En Ivar sá af
skrykkjóttum hreyfingum rebba að
gæsin var honum snöggt um þyngri.
Hann hrópaði, en rebbi var ekki á
því að láta stegginn eftir. Smástund
hvarflaði að Ivari að nota byssuna,
sem hann hafði um öxl. Svo fannst
honum það harður dómur fyrir
smáþjófnað. Hann tók til fótanna og
með snöggum spretti komst hann um
15 metrum nær refnum. Hann
hrópaði hátt og hvellt. refurinn stökk
áfram og missti takið á gæsinni um
stund. Hann hikaði nógu lengi til að
endurnýja takið en þaut svo af stað
með endurnýjuðum krafti.
Loks nam refurinn — tæfa —
staðar um 30 metra frá greni sínu.
Ivar greip niður þegar aðeins 10
metrar voru milli þeirra og greip upp
stein, sem hann kastaði yfir flýjandi
tæfuna. Við það brá henni svo, að
hún sleppti steggnum og stökk til
hliðar, hentist síðan heim að grenis-
munnanum.
Ivar hljóp þangað sem steggurinn
lá, móður og másandi. Tófa og
veiðimaður frýndu hvort á annað, og
allt í einu fann hann hve hann var
bálreiður. En um leið og hann gerði
sér það ljóst, vissi hann að reiði hans
stafaði ekki af því að hann hafði þurft
að elta bísinn ref, heldur af því að
hann hafði skotið paraða gæs. Hann
hörfaði eitt skref og slakaði á. Svo fór
hann að hlæja. Þá hrökk tófan við.
Hann var enn með bros á vör þegar
hann kraup hjá steggnum, seildist
undir úlpuna og tók hnífinn úr
slíðrum. Hann gerði að fuglinum
með ákveðnum handtökum og
fleygði innvolsinu á jörðina.
Tinnusvart nefíð á tófunni stóð
fram úr grenismunnanum og iðaði af
matarlyktinni.
Já, litli þjófur, hugsaði Ivar. Þetta
skalt þú fá. Þú hefur unnið til þess.
En gerðu þetta ekki aftur.
BJÖRN Á GILDRUSLÓÐUM
Snemma 1 desember vældi vindur-
inn við kofahornin og fram hjá
lokuðum gluggunum á Aðalkofan-
um. Slðustu ljósaskiptadagana hafði
flóann framan við kofann lagt. Nú
blandaðist heimskautamyrkrið hvít-
um skafrenningnum og bjó til
ólgandi, gráleitan hræring, sem
þurrkaði út flest kennileiti. í þrjá
daga var var veðurtepptur í kofa
sínum, nema hvað hann skaust einu
sinni út til að fóðra hundana.