Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
var þegar í stað fluttur á spítalann í
Natal, þar sem ég fékk ofsalegt
marlaríukast. I hitasóttaróráði mínu
tröllreið það sem gerst hafði í Agra,
sjúkri vitund minni, ásamt því hve
nærri lá að ég hefði lent í hlutverki
villimanns nr. 1. Og þetta skelfilega
atvik fylgdi mér sem maraí mörg ár.
★
Það var haugarigning og til þess að þurfa ekki að ganga, hringdi ég
á lögreglustöðina, þar sem ég vinn, og spurði hvort ekki væri neinn
bíll í grendinni sem gæti skutlað mér í vinnuna. Rétt í því er ég var
farin út í eftirlitsbílinn, sem kom heyrði ég að síminn hringdi og
sonur minn svaraði: ,,Því miður, löggan var að sækja hana.”
Táningurinn dóttir okkar, sem öllum heima fínnst að eigi allt of
mikið af fötum, kom stormandi til föður síns og sagði: ,,Það hefur
einhver tekið öll fötin mín og troðið þeim inn í annan helminginn á
skápnum. Faðir hennar sýndi litla vorkunnsemi, yppti öxlum og
svaraði: ,,Það var gott að þeim var ekki dreift um allt húsið.”
B.C.
Þegar ég byrjaði að leika var ég voðalega taugaóstyrkur. Ég var
reynslulaus, hugsaði ekkert, tjáningarlaus og venjulega stefnulaus og
ef til vill óhæfur. Ég veit ekki hvernig ég hafði það af.
Rock Hudson.
Ástæðan til þess, að flest Hollywood hjónabönd fara út um þúfur
er sú, að enginn hefur trú á góðum, gamaldags slagsmálum hjóna.
Þau þykja villimennska. En þegar maður verður að búa með manni
eins og Bogie, — ja — þá slæst maður. Og nú veit ég, að slagsmálin
eru besta leiðin til hamingjusams hjónabands.
Lauren Bacall
Dave Rogen er einstakur maður. Hann var fæddurí fátækrahverfí,
sonur bláfátærka foreldra. Hann óx úr graxi, giftist og átti mörg
börn. ! níu ár barðist hann við fátæktina, en svo varð hann allt í einu
vellauðugur. Hann komst fyrir hreina heppni yfír stálver, olíulindir
og demantanámur. ekki leið á löngu þar til hann átti hús í Palm
Springs og annað á Rivíerunni. En hann gleymir ekki sínum. Á
hverju ári skreppur hann heim í gamla fátækrahverfið og heimsækir
konuna sína og börnin.
Nebraska Smoke-Eater