Úrval - 01.01.1979, Page 18
16
ÚRVAL
,, Fjöldi þeirra uppgötvana, sem hann hefur gert, hefði
sómt tug fornleifafrceðinga, ” segja starfsbræður Otto
Bader um starfsferil hans.
Á SLÓÐ FRUMMANNSINS
— Anatólí Belógorskí —
VERJIR vom forfeður
okkar? Hvar komu þeir
til sögunnar og hvenær?
Hvernig lifðu þeir?
Prófessor Bader (f.
1903) hefur verið að leita svara við
þessum spurningum alla sína ævi. Á
fjórða áratugnum beindist athygli
hans að hinu víðáttumikla svæði til
austurs og vesturs af landamæmm
Evrópu og Asíu, sem frá sjónarmiði
fornleifafræðinnar var óskrifað blað.
Á þessu 2000 km breiða landsvæði
milli þekktra mannabústað við
Okafljót og umhverfis síberísku
borgina Tomsk, vom engar menjar
um forna mannabyggð.
I dag er myndin öll önnur. Nálega
40 steinaldarmannabústaðir hafa
fundist í Kamalægðinni og á Úral-
svæðinu einu saman. Flesta þeirra
hefur Otta Bader grafið upp sjálfur
eða þá nemendur hans. Uppgötv-
anirnar í Úral hafa gert vísindamönn-
um kleift að rekja slóð búferla-
flutninga mannsins norður á bóginn.
HVENÆR settist maðurinn að í
nyrstu héruðum Evrópu? Lengi hefur
verið álitið, að hann hafi fyrst flust
þangað eftir lok ísaldar, eða fyrir
innan við 12 þúsund ámm. Ottó
Bader taldi þó, að maðurinn hefði
búið á norðurslóðum fyrir síðustu
— Úr Zvezda Priirtisjia —
H