Úrval - 01.01.1979, Page 20
18
skýringin á þessari öru breytingu
Neanderdalsmannsins í Austur-
Evrópu í mennska átt? Skriðjökullinn
rak manninn suður á bóginn.
Afleiðingin var sú, að fjöldi fólks
safnaðist saman á Kaspíasléttunni og
blandaðist fólkinu er þar bjó fyrir.
Ölíkar menningarerfðir runnu saman
í eina, sem tileikaði sér hið besta frá
hverri þeirra.
Rannsókn á yflr 30 leifum
steinaldarbústaða sannfærðu vísinda-
manninn loks um, að þannig hefði
þetta verið. Rannsóknir, er gerðar
voru á hinum fræga leiðangri Baders
til Kapovahellisins, gerðu vísinda-
mönnunum einnig kleift að gera sér
glögga mynd af menningarstigi stein-
aldarmannsins.
,,Hvað eftir annað lék lánið við
mig,” sagði prófessor Bader. ,,Ég
fann merkilega staði og hluti og
uppgötvaði meira að segja óþekkta
menningu. En athyglisverðasti
fundur minn og einn hinn síðasti er
þó þegar allt kemur til alls hinar
litríku steinaldarteikningar í Kapova-
hellinum og steinaldarbústaðurinn
við Sungir.”
Kapovahellirinn er ekki aðeins
fallegur frá náttúrunnar hendi,
heldur er hann einnig „málverka-
safn”. Steinaldarteikningar á hellis-
veggjunum af villihestum, mammút-
um og rinósarum sýna, að menn
bjuggu I þessu héraði fyrir 30 þúsund
árum.
Bústaðirnir, sem grafnir voru úr
jörðu í grennd við Vladimir á bakka
ÚRVAL
Fornfrœðingar unnu í mörg ár að
uppgreftrinum við Sungir.