Úrval - 01.01.1979, Side 30
28
ÚRVAL
ekki hreyft sig. Hann barðist
hetjulega við að komast áfram, en
nælan, sem hélt slóðanum um háls
hans, var svo öflug að hann fór að
blánaí framan.
Það er óhætt að segja, að
áhorfendur hafi notið þessa
iokaatriðis. Maður, sem sat skammt
frá mér, hló svo að hélt við móður-
sýki; aftur og aftur lyfti hann öðrum
fætinum og lét hann skella á gólfinu,
hann barði á stólbríkurnar og fálmaði
í tárin sem streymdu niður kinnar
hans. Uppi á sviðinu gerði kóngurinn
það eina, sem hann gat gert: Hann
tók báðum höndum um slóðann og
rykkti kröftuglega í, svo litlar mýs
flugu í allar áttir. Loks, þegar hann
var laus, hélt hann fram á sviðs-
brúnina, hélt slóðanum saman-
vöðluðum í annarri hendi en sló
hinni virðulega út um leið og hann
hneygði sig.
Viðstaddir risu á fætur, fögnuðu,
klöppuðu og flautuðu. Sá
móðursjúki fagnaði þó ekki. Ein
smámúsin, sem kóngurinn þeytti út í
loftið, var dóttir hans. Þess vegna var
það, að þótt augu hans væru full af
hláturstárum, var röddin þrungin
bræði: ,,Sáuð þið hvað hann gerði við
telpuna mína?”
Tjaldið var dregið frá aftur, og féil
svo í síðasta sinn. Fagnaðarlátunum
ætlaði aldrei að linna.
I BÍLNUM á leiðinni heim höfðu
allir ungu og gagnrýnu húmoristarnir
margt að segja, ekki síst hún fallega,