Úrval - 01.01.1979, Page 35
FÍLLINN GERÐA OG EPLIÐ ÓÞÆGA
33
tilfelli, þar sem fílar höfðu fengið
mikla bólgu innarlega I munni.
Eg ók austureftir og fann fljótlega
fílabúrin í sírkusnum. Gamall,
mæðulegur þjóðverji, sem reyndist
vera fílaþjálfarinn, lögreglumaður og
maður í svörtum gúmmístakki voru
að ræða saman. Eg kynnti mig og
sagðist vera kominn til að líta á fílinn.
Maðurinn í gúmmístakknum rétti
fram höndina. ,,Ég er Tompkins,”
sagði hann „Dýralæknir frá
landbúnaðarráðuneytinu. Ég kom til
að vita hvað væri hæft í þessari til-
kynningu um gin- og klaufaveiki.
,,Ég er Herr Hopfer,” sagði
Þjóðverjinn. ,,Gerið svo vel, herr
doktor, koma þessa leið. Gerda er
mjög veik.”
Fíllinn Gerða stóð og hengdi
hausinn í vatnspolli. Hann kom af
því sem rann stöðugt fram úr henni
ofan á hellugólfið. Ég varð að geta séð
upp í hana, en líklegast er að
kjöthakk fáist úr því að stinga
höndinni í blindni upp í fíl.
„Láttu hana opna ginið, Herr
Hopfer,” sagði ég.
,,Auf, Gerda, aufl” hrópaði
þjóðverjinn.
Hún lyfti efri skoltinum, og
Tomkins lýsti með vasaljósinu sínu
upp I bleikt gímaldið. Þar var hvorki
blöðru né bólgu að sjá.
,,Ég held ekki að fílar veikist af
gin- og klaufaveiki,” sagði
Tompkins. ,,En við skulum skoða á
henni fæturna, tilöryggis.”
Hann gekk í kringum hana og virti
fyrir sér vel sorfnar og oliubornar
tærnar. Þar minnti heldur ekkert á
bólgu. Hann var að lýsa á fætur
hennar aftanverðar að neðan, þegar
Gerða þurfti að pissa. Dýralæknir
ráðuneytisins hafði ekki verið svo
forsjáll að vera með sjóhattinn, sem