Úrval - 01.01.1979, Page 36
34
nota skal með gúmmístakknum þegar
rannsakaðir eru sjúkdómar á borð við
gin- og klaufaveiki. Hann fékk
bununa beint ofan í hvirfilinn.
,,Heyrt hef ég að hland sé gott fyrir
húðina,” sagði lögreglumaðurinn
grafalvarlegur.
,,Eg er farinn,” hreytti Tompkins
út úr sér. ,,Hér er engin gin- og
klaufaveiki. Ráðuneytið skiptir sér
ekki frekar af málinu. Og hann
sullaðistí burtu.
,Jæja, Herr Hopfer,” sagði ég.
,,Segðu mér nú alla söguna.”
,,I morgun rann svona út úr henni.
Hún vill ekki éta, ekki drekka.
Kannski með slæma tönn.”
Já, tannpína var hugsanleg. Ég
lét Hopfer láta Gerðu opna ginið
aftur og lýsti vandlega á hverja tönn
fyrir sig með ljósinu í annarri hendi
en ýtti niður hálli tungunni með
hinni. Ég þreifaði á eitlum hennar,
renndi höndinni yfir hálsinn að utan,
mældi í henni hitann og tók blóðsýni.
Allt var eins og það átti að vera. En
slefan úr henni rann og rann.
„Færðu mér nokkra banana og
fötur af vatni,” sagði ég við Hopfer.
Mig langaði að sjá með eigin augum
hvernig hún hegðaði sér við mat.
Gerða tók við afhýddum banana
með rananaum, stakk honum upp í
sig og kingdi. Svo kom banana-
maukið hægt og hægt til baka með
munnvatnsrennslinu og lak út úr
henni. Ég lét vatnsfötuna fyrir
framan hana. Hún saug þegar í stað
fullan rana og spýtti úr honum upp í
ÚRVAL
sig. Andartaki siðar helltist vatnið út
úr henni.
,,Með hverju fóðraðir þú fílana
síðast í gær, Herr Hopfer? ’ ’
,,Söxuðum gulrótum og eplum. ’ ’
Ég þóttist nú viss um, að epli hefði
komist fram hjá tönnunum og sæti
nú fast einhvers staðar í svelgnum.
Það gat verið á einhverjum þriggja
staða í vélindanu: þar sem það liggur
ofan í brjóstholið, þar sem það fer yfir
hjartað eða þar sem það liggur í
gegnum þindina. En hvar sem það nú
var, var Gerða hætt komin.
I nautgripum losnar svona stífla oft
af sjálfu sér, ef skepnan fær að vera í
friði í sólarhring. Það var mín fyrsta
von, að eins færi hjá fílnum. Ég fékk
mér herbergi á næsta hóteli, eftir að
hafa búið svo um hnútana að Gerða
hefði nóg vatn. Kannski myndi
eitthvað leka framhjá eplinu.
En daginn eftir var Gerða miklu
verri. Augun voru sokkin, hún var
máttfarin og leið bersýnilega af
vökvaskorti. Hvernig gat ég hreyft
þetta epli? Þótt ég gæti einhvern
veginn ýtt á það, átti ég á hættu að
rífa vélindað. Það var óhugsandi að
skera hana upp, það var engin sú vél,
sem gæti haldið lofti í lungum
þessarar sex tonna hlussu, meðan
brjóstholið væri opnað.
Þriðja daginn voru augu Gerðu
orðin rauð. Hún var viðurstyggilega
andfúl og munnvatnsflæðið hafði
ekkert minkað. Hún var yfir sig þyrst.
Ég tók að gefa henni inngjaflr í enda-
þarm á klukkustundar fresti, reyndi